Dagsetning:

30. apríl 2024

Streymiskynningar og möguleikar á rafrænum viðskiptum í Kína

Þriðjudaginn 30. apríl kl. 9:30-12:00.

Ljósmynd

Þriðjudaginn 30. apríl standa sendiráð Kína á Íslandi og utanríkisráðuneytið fyrir kynningarfundi undir yfirskriftinni Streymiskynningar og rafræn viðskipti í Kína.

Fundurinn markar upphaf íslensk-kínverskrar streymisviku í Kína en á síðasta ári tóku nokkur íslensk fyrirtæki þátt í streymisvikunni með mjög góðum árangri.

Að þessu sinni verður sjónum beint að möguleikunum með lifandi streymiskynningum, þar sem áhrifavaldar kynna og selja vörur á samfélagsmiðlum sem og rafrænum viðskiptum með áherslu á svokallað cross-border e-commerce sem einfaldar erlendum fyrirtækjum leið inn á markað í Kína.

Um er að ræða tækifæri fyrir vörur af ýmsum toga en við vekjum jafnframt athygli á möguleikum fyrir ferðaþjónustuaðila að nota þessar leiðir. Á fundinum fáum við m.a. að heyra hvernig samstarfi fyrirtækja og áhrifavalda er háttað og hvaða tækifæri felast í þessari kynningar- og söluleið fyrir íslensk fyrirtæki.

Kínverskir áhrifavaldar eru væntanlegir til landsins og taka þátt í viðburðinum sem og fulltrúar frá Fliggy, stærsta "online travel marketplace" í Kína.

Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica þriðjudaginn 30. apríl kl. 9:30-12:00. Hann fer fram á ensku og er öllum opinn. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Fundurinn markar upphaf íslensk-kínverskrar streymisviku en dagana eftir fundinn munu kínversku áhrifavaldarnir vinna með íslenskum fyrirtækjum að lifandi streymiskynningum á vörumerkjum þeirra á kínverskum samfélagsmiðlum.

Skrá þáttöku

Nánari upplýsingar veitir Ágúst Sigurðarson: agust@islandsstofa.is

Streymiskynningar og möguleikar á rafrænum viðskiptum í Kína

Sjá allar fréttir