Inspired by Iceland

Fréttir

Íslensk ferðaþjónusta - markaðssetning í breyttu umhverfi

05.02.2016

Íslandsstofa boðar til fundar 17. febrúar um samstarf og markaðssetningu erlendis á árinu 2016. Á fundinum verður fjallað um áherslur og aðgerðir ársins og ný markaðsherferð fyrir Ísland – allt árið kynnt. Fundurinn fer fram kl. 9-12 á Hilton Reykjavík Nordica.

Kynningarfundur 9. febrúar: Tækifæri fyrir matvælaframleiðendur í Danmörku

05.02.2016

Áhugasömum fyrirtækjum er boðið til fundar um matvælakynninguna í Óðinsvéum sem haldin verður í apríl nk. Fundurinn fer fram þriðjudaginn 9. febrúar kl. 16 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.

„Iceland Fish and Ships“ á sjávarútvegssýningunni í Boston

03.02.2016

Íslandsstofa verður með bás á sýningunni Seafood Processing North America sem haldin er í Boston dagana 6.-8.mars nk. þar verður kynnt það besta sem íslensk fyrirtæki bjóða í lausnum tengdum veiðum og vinnslu sjávarafurða, undir yfirskriftinni Iceland Fish and Ships.

Spænskir stjörnukokkar kunna vel að meta saltaðar þorskafurðir frá Íslandi

29.01.2016

Dagana 25.-27. janúar fór fram á Spáni ein virtasta matarráðstefna heims Madrid Fusion. Þar skipulagði Íslandsstofa kynningu á söltuðum þorskafurðum undir merkjum markaðsverkefnisins "Smakkaðu og deildu leyndarmálum íslenska þorsksins (Bacalao de Islandia)".

Útflutningsþjónusta

  • Útflutningsferlið

    Val á markaðstækifærum, val á markaði, val á dreifileiðum, framkvæmd og eftirfylgni

  • Undirbúningur útflutnings

    Miðlun upplýsinga, verkefni og námskeið fyrir fyrirtæki og starfsgreinar og tengslamyndun

  • Aðstoð á markaði

    Þjónustu- og ráðgjafanet á mörkuðum, val á samstarfaðilum, sýningar og sendinefndir

Íslandsstofa  |  Sundagarðar 2, 104 Reykjavík  |  Sími 511 4000  |  Fax 511 4040  |  Afgreiðslutími: 8.30-16.30  |  islandsstofa@islandsstofa.is