Inspired by Iceland

Fréttir

Verið velkomin á ársfund Íslandsstofu

21.04.2015

Ársfundur Íslandsstofu verður haldinn þriðjudaginn 28. apríl kl. 11-13 á Grand Hótel Reykjavík. Á fundinum verður fjölbreytt dagskrá en þar munu m.a. utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, og Colm Ó Floinn, forstöðumaður í utanríkis- og viðskiptaráðuneyti Írlands, vera með erindi.

Fjöldi íslenskra fyrirtækja á sjávarútvegssýningu í Brussel

20.04.2015

Yfir 30 íslenskir aðilar taka þátt á sjávarútvegssýningunum í Brussel sem eru að hefjast. Þar munu þeir kynna ýmsar nýjungar, enda mikil sókn í íslenskum sjávarútvegi um þessar mundir sem einkennist af endurnýjun skipa í flotanum, bættum flutningum, innleiðingu tækninýjunga sem tryggja ferskleika afurðanna og lengra geymsluþol, auk þess sem fiskistofnar eru á uppleið og uppsveifla er í fiskeldi.

Erlendir meistaranemar vinna markaðsverkefni fyrir Íslandsstofu

20.04.2015

Íslandsstofa fékk í síðastliðinni viku heimsókn meistaranema frá Cass Business School í London sem unnu að markaðsverkefni fyrir svið iðnaðar og þjónustu.

Markaðsverkefni um íslenska hestinn ýtt úr vör

15.04.2015

Hagsmunaaðilar hafa tekið höndum saman, ásamt Íslandsstofu, um að marka stefnu og gera aðgerðaáætlun sem hefur það að markmiði að styrkja ímynd íslenska hestsins með samhæfðum skilaboðum, markaðsaðgerðum og kynningarstarfi.

Útflutningsþjónusta

  • Útflutningsferlið

    Val á markaðstækifærum, val á markaði, val á dreifileiðum, framkvæmd og eftirfylgni

  • Undirbúningur útflutnings

    Miðlun upplýsinga, verkefni og námskeið fyrir fyrirtæki og starfsgreinar og tengslamyndun

  • Aðstoð á markaði

    Þjónustu- og ráðgjafanet á mörkuðum, val á samstarfaðilum, sýningar og sendinefndir

Íslandsstofa  |  Sundagarðar 2, 104 Reykjavík  |  Sími 511 4000  |  Fax 511 4040  |  Opnunartími: 8.30-16.30  |  islandsstofa@islandsstofa.is