Inspired by Iceland

Fréttir

Horn leyndarmála sett upp á Keflavíkurflugvelli

16.04.2014

Búið er að setja upp hljóðinnsetninguna "The Secret Horn" í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli þar sem leyndarmálum um Ísland er hvíslað í eyru ferðalanga. Hornið er hluti af vetrarherferð Inspired by Iceland, en það hefur áður verið sett upp við Konstablerwache-torg í Frankfurt þar sem þessi litríka hljóðinnsetning vakti mikla athygli vegfarenda og þýskra fjölmiðla.

Verið velkomin á ársfund Íslandsstofu

16.04.2014

Ársfundur Íslandsstofu verður haldinn mánudaginn 28. apríl, kl. 11-13 á Grand Hótel Reykjavík. Á fundinum munu Victor Gao, forstöðumaður China National Association of International Studies og Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group fræða okkur um tækifæri í austri, auk þess sem Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri íslandssofu fer yfir það sem bar hæst á síðasta ári ofl.

Vestnorden ferðakaupstefnan í Reykjavík - skráning hefst 1. maí

15.04.2014

Á dögunum voru birtar niðurstöður könnunar sem framkvæmd var í kjölfar Vestnorden kaupstefnunnar sem haldin var í Nuuk á Grænlandi á síðasta ári. Sjáið niðurstöðurnar.

Fyrirtækið Meniga hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands 2014

10.04.2014

Fyrirtækið Meniga hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2014 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í morgun, en Meniga er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem er markaðsleiðandi í Evrópu á sviði heimilisfjármálahugbúnaðar.

Útflutningsaðstoð

  • Útflutningsskrefin

    Val á markaðstækifærum, val á markaði, val á dreifileiðum, framkvæmd og eftirfylgni

  • Ráðgjöf og fræðsla

    Markaðsupplýsingar, verkefni og námskeið fyrir fyrirtæki og starfsgreinar og tengslamyndun

  • Aðstoð á markaði

    Þjónustu- og ráðgjafanet á mörkuðum, val á samstarfaðilum, sýningar og sendinefndir

Íslandsstofa  |  Sundagarðar 2, 104 Reykjavík  |  Sími 511 4000  |  Fax 511 4040  |  islandsstofa@islandsstofa.is