Dagsetning:

15. október 2024

Norrænar vinnustofur í Bandaríkjunum

Ljósmynd

Íslandsstofa skipuleggur norrænar vinnustofur í samstarfi við Visit Denmark, Visit Greenland, Visit Faroe Islands, Visit Finland, Visit Norway og Visit Sweden undir merkjum The Nordics. Á vinnustofunum gefst fyrirtækjum tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum við ferðaþjónustuaðila á staðnum. 

Fyrirkomulag:

  • 15. október - San Francisco

  • 16. október - ferðadagur

  • 17. október - Chicago

  • 18. október - New York

Fundir verða bókaðir fyrir fram í gegnum Converve fundarbókunarkerfið.

Verð og skráning: 

Verð fyrir þátttöku í vinnustofunum er USD 2300 - athugið að eingöngu er gert ráð fyrir einum þátttakanda frá hverju fyrirtæki. Heildarfjöldi þátttökufyrirtækja frá Íslandi er takmarkaður við 10 fyrirtæki.

Athugið að þátttakendur sjá sjálfir um að bóka flug og gistingu og að sá kostnaður er ekki innifalinn í verði vinnustofunnar.

Nánari upplýsingar veitir Oddný Arnarsdóttir, oddny@islandsstofa.is

Vinnustofur í Bandaríkjunum haust 2024

Sjá allar fréttir