Dagsetning:

23. október 2024

Ferðakaupstefnan ITB Asia

Singapore í október

Bás Íslands á ferðasýningunni ITB Asia

Íslandsstofa skipuleggur þátttöku íslenskra fyrirtækja á ferðasýningunni ITB Asia sem haldin verður í Singapore dagana 23.-25. október. Sýningin er eingöngu ætluð aðilum í ferðaþjónustu og því ekki opin almenningi (B2B). 

Á sýningunni er öflugt fundabókanakerfi. Til að tryggja sem bestan árangur á sýningunni, er mælt með því að þátttakendur nýti sér kerfið og bóki fundi fyrirfram með vænlegum viðskiptavinum. 

Í skoðun er að hala vinnustofu að morgni 22. október í Kuala Lumpur í Malasíu ef þátttaka fæst.

Verð:
Kostnaður vegna ITB Aisa verður að hámarki kr. 5.500 EUR á fyrirtæki miðað við einn starfsmann en 5.650 EUR miðað við tvo starfsmenn. Athugið að ferðakostnaður er ekki innifalinn í þátttökugjaldi. Þátttakendum býðst þó að bóka herbergi á hagstæðu verði á Swissôtel Hotel & Resorts í gegnum Íslandsstofu.

Kostnaður við vinnustofu í Kuala Lumpur liggur ekki fyrir en gert er ráð fyrir lítillegum aukakostnaði.

Nánari upplýsingar:

Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is

Ferðakaupstefnan ITB Asia í október

Sjá allar fréttir