Græni dregillinn

Þjónusta við sjálfbær fjárfestingaverkefni

Græni dregillinn er heiti á þjónustu Íslandsstofu við fjárfestingaverkefni sem byggja á sjálfbærni eða styðja við markmið stjórnvalda í loftslagsmálum. Íslandsstofu er jafnframt ætlað að benda á umbótatækifæri varðandi regluverk og ferla.  

Íslandsstofa sinnir þörfum fjárfestingaverkefna fyrir úrlausn erinda og upplýsingaöflun og verkefnisstjórn tekur við erindum um fundi með viðkomandi ráðuneytum og stofnunum. 

Til að styðja við þetta tvíþætta hlutverk Íslandsstofu er stýrihópur fulltrúa lykil ráðuneyta og stofnana undir forystu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis. 

Markmið verkefnisins eru nánar skýrð í minnisblaði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sem lagt var fyrir ríkisstjórn 18. október 2022 og í skipunarbréfi fulltrúa í stýrihópi dagsettu 8. nóvember 2022.  

Verkefnisstjórn og stýrihópur  

Verkefnið heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið en Íslandsstofa annast verkefnisstjórn. 

Tengiliðir verkefnisstjórnar eru Arnar Guðmundsson arnar@invest.is og Kjartan Ingvarsson kjartan.ingvarsson@urn.is. Erindum varðandi fjárfestingaverkefni er beint til þeirra. 

Stýrihópinn skipa fulltrúar eftirfarandi ráðuneyta og stofnana: Umhverfis, orku-, og loftslagsráðuneyti, Forsætisráðuneyti, Fjármálaráðuneyti, Utanríkisráðuneyti, Háskóla-, vísinda og nýsköpunarráðuneyti, Innviðaráðuneyti, Menningar- og viðskiptaráðuneyti, Matvælaráðuneyti, Skipulagsstofnun, Skatturinn, Umhverfisstofnun, Byggðastofnun, Orkustofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga og Íslandsstofa. 

Hlutverk fulltrúa í stýrihópi er að styðja við hlutverk Íslandsstofu, fylgja eftir erindum og vinna að þeim umbótaverkefnum sem upp koma í ferlinu.  

Verkefni sem falla undir græna dregilinn 

Verkefnisstjórn óskar eftir gögnum á rafrænu formi frá fulltrúum verkefna, byggt á flokkunarkerfi ESB og viðurkenndum alþjóðlegum viðmiðum. Matshópur skipaður fulltrúum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis, Umhverfisstofnunar og Íslandsstofu fer yfir gögn og kynnir stýrihópi tillögu sína. 

Samþykkt verkefni eru kynnt stýrihópi. 

Umsókn um að komast á Græna dregilinn 

Sendið erindi til verkefnisstjórna Græna dregilsins arnar@invest.is eða kjartan.ingvarsson@urn.is. Gögn sem fylla þarf út til að meta sjálfbærni verkefnisins eru sett inn í þetta form. Vinsamlegast fyllið út allt sem við á og skrifið á ensku. 

rich text image
rich text image

Græni dregillinn I Fjárfestingar á Íslandi