Ljósmynd

Útflutn­ings­þjón­usta

Útflutn­ings­þjón­usta

Við aðstoðum íslensk fyrirtæki við að ná brautargengi á erlendum mörkuðum.

Útflutningsþjónusta Íslandsstofu

Hlutverk Útflutningsþjónustu Íslandsstofu er að veita íslenskum fyrirtækjum brautargengi á nýja markaði og stuðning við vöxt erlendis. Þjónustan er veitt í gegnum víðtækt tengslanet, með hagnýtri upplýsingagjöf og öflugri ráðgjöf sem gerir fyrirtækjum kleift að efla útrás og vaxa hraðar. 

Nordic Innovation House 

Nordic Innovation House er samstarfsverkefni norðurlandanna um stuðning við starfsemi frumkvöðla, nýsköpunar og útflutnings inn á skilgreinda vaxandi markaði. Alls eru starfandi fimm hús, tvö í Bandaríkjunum og þrjú í Asíu. Nordic Innovation House opnar fyrirtækjum dyr inn í samfélag tækni og iðnaða á viðkomandi svæðum. Þau standa fyrir fjölbreyttu viðburðahaldi, tengslamyndun og veita í sumum tilfellum aðgengi að vinnuaðstöðu. Sjá nánar

Markaðsaðstoð

Samstarf um ráðgjafaþjónustu

feature image

Business Sweden

Íslandsstofu er með samkomulag við Business Sweden um aðgengi íslenskra fyrirtækja að ráðgjafaþjónustu þeirra. Alls starfa yfir 500 sérfræðingar og ráðgjafar á vegum Business Sweden í tæplega fjörtíu löndum víða um heim. Í þjónustunni felst meðal annars stefnumótandi ráðgjöf auk viðskipta- og lagalegrar aðstoðar við margs konar verkefni að ónefndu aðgengi að víðfeðmu tengslaneti viðskiptalífsins í hverju landi.

Á árinu voru verkefni af fjölbreyttum toga og umfangi unnin fyrir íslensk fyrirtæki. Verkefnin náðu til flestra heimsálfa og snéru meðal annars að greiningum á mörkuðum og viðskiptatækifærum en einnig ráðgjöf um leiðir til hraðari vaxtar sem og leit að réttum samstarfaðilum og viðskiptavinum.

Fyrirtæki geta sótt um endurgreiðslu á hluta á kostnaði við verkefnið til Íslandsstofu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Nánari upplýsingar

Ársskýrsla 2023 - Útflutningsþjónusta Íslandsstofu

Meira frá ársskýrslu 2023

    Aftur í ársskýrslu