Ljósmynd

Áherslu­svið í útflutn­ingi

Áherslusvið í útflutningi

Á árinu 2023 starfaði Íslandsstofa innan sex áherslugreina í útflutningi. Mikil fjölbreytni og umsvif einkenndu þennan tíma og öflugt markaðsstarf var unnið.

feature image

Orka og grænar lausnir

Verkefni ársins 2023 á sviði orku og grænna lausna voru margvísleg. Grænar lausnir og sér í lagi sjálfbærar grænar lausnir voru kynntar víða undir merkjum Green by Iceland. Markmiðið var að auka vitund um sjálfbæra nýtingu auðlinda á Íslandi og kynna íslenskar grænar lausnir á erlendum mörkuðum. Alls tóku 74 fyrirtæki þátt í viðburðum Green by Iceland erlendis á árinu.

Lesa um verkefnin á árinu

feature image

Hugvit, nýsköpun og tækni

Íslandsstofa vinnur áfram að því markmiði að hugvitsdrifnar útflutningsgreinar verði fjórða stoðin í íslensku efnahagslífi og sú mikilvægasta. Tækifæri til vaxtar byggjast á hugviti og mannauði frekar en náttúruauðlindum. Því er mikilvægt að auka vitund á okkar lykilmörkuðum um nýsköpun og viðskiptaumhverfi á Íslandi.

Lesa um verkefnin á árinu

feature image

Listir og skapandi greinar

Verkefni ársins 2023 voru unnin í góðu samstarfi við miðstöðvar skapandi greina, sendiráð Íslands erlendis og þau ráðuneyti sem verkefnið fellur undir. Skapandi Ísland kemur að fjölmörgum verkefnum sem snúa að þátttöku Íslands í alþjóðlegum hátíðum og kaupstefnum sem skila verðmætum tengslum og viðskiptum fyrir listir og skapandi greinar.

Lesa um verkefnin á árinu

feature image

Ferðaþjónusta

Uppbygging og viðhald viðskiptatengsla skipa veigamikinn sess í ferðaþjónustu og mikill áhugi var á þátttöku í vinnustofum og sýningum á vegum Íslandsstofu á erlendum mörkuðum á árinu. Skipulögð var þátttaka íslenskra fyrirtækja í 35 vinnustofum og sýningum þar sem yfir 400 fyrirtæki táku þátt í heildina.

Lesa um verkefnin á árinu

feature image

Sjávarútvegur

Á árinu 2023 var lögð áhersla á að ná til erlenda ferðamanna á Íslandi og hvetja þá til að snæða fisk á meðan á dvöl þeirra stóð með herferðinni „Icelandic Nature – It Goes Great with Fish“. Tóku yfir 100 veitingastaðir tóku þátt í verkefninu. Þá hefur samstarf við kokkaskóla í Suður-Evrópu fest sig í sessi undir merkjum Bacalao de Islandia en að þessu sinni tóku um 400 kokkanemar þátt og reiddu fram dýrindis rétti úr íslenskum saltfiski.

Lesa um verkefnin á árinu

feature image

Matvæli og náttúruafurðir

Íslandsstofa kom að skipulagningu ýmissa viðburða hér heima, m.a. kynningarfundi um þróun í framleiðslu þess sem kalla mætti framtíðarmatvæli og samtali fyrirtækja um frekara samstarf á sviði sölu og markaðssetningar fæðubótarefna og húðvara. Umfangsmestu aðgerðir erlendis á árinu tengdust stórum og krefjandi mörkuðum í vestri og austri.

Lesa um verkefnin á árinu

Ársskýrsla 2023 - Útflutningsgreinar

Meira frá ársskýrslu 2023

    Aftur í ársskýrslu