Ljósmynd

Sjávar­út­vegur

Sjávarútvegur

Íslenskur sjávarútvegur hefur lengst af verið okkar öflugasta útflutningsgrein og máttarstólpi í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar.

Íslenskur sjávarútvegur

Íslenskur sjávarútvegur hefur lengst af verið okkar öflugasta útflutningsgrein og máttarstólpi í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Vexti greinarinnar eru þó takmörk sett frá náttúrunnar hendi og því er nauðsynlegt að auka verðmæti íslenskra sjávarafurða með samræmdu markaðsstarfi á grundvelli uppruna, sjálfbærni og nýsköpunar.   

Íslandsstofa hefur unnið náið með íslenskum sjávarútvegi þegar kemur að markaðsmálum. Má þar nefna þjónustu vegna sjávarútvegssýninga, ýmis konar fræðslu og kynningarfundi. Frá árinu 2010 hefur Íslandsstofa unnið með greininni að sameiginlegum markaðsverkefnum.   

Seatech by Iceland

Um miðjan september fór viðskiptasendinefnd með íslenskum sjávartæknifyrirtækjum til Kanada, á vegum Íslandsstofu og sendiráðs Íslands í Kanada. Tilgangur ferðarinnar var að sækja sjávarútvegssýninguna Canadian Seafood Show í Montréal, að mynda tengsl á þessum vettvangi í Halifax og kynna sér sjávartengda starfsemi fyrirtækja á svæðinu. Þá var sjávarútvegstækni frá Íslandi kynnt á Seafood Expo Global sýningunni í Barcelona.

Áherslumarkaðir

Bretland, Frakkland og Suður Evrópa

Fiskréttur frá Matey

Seafood from Iceland

Á árinu 2023 var lögð sérstök áhersla á að ná til erlenda ferðamanna á Íslandi og hvetja þá til að snæða fisk á meðan á dvöl þeirra stóð. Herferðin bar heitið „Icelandic Nature – It Goes Great with Fish“. Yfir 100 veitingastaðir tóku þátt í verkefninu og náði markaðsefnið til um 180.000 manns.

Lesa nánar um verkefnin á árinu 2023

feature image

Fjárfest til framtíðar

Suður Evrópa er mikilvægur markaður fyrir íslenskan fisk, aðallega saltfisk. Mikil áhersla hefur verið á samstarf með matreiðslumönnum í gegnum árin og sérstök áhersla á þá yngstu, þá sem eru á mótunarárunum. Þannig verður tryggt að þeir þekki úrvals hráefni, besta saltfisk í heimi og velji hann í framtíðinni.


Haldnar voru glæsilegar lokakeppnir í Portúgal, Spáni og Ítalíu með ungum matreiðslumönnum og fengu um 400 nemendur kynningu á íslenskum saltfiski á árinu.

Lesa meira um verkefnin á árinu

Ársskýrsla 2023 - Sjávarútvegur

Meira frá ársskýrslu 2023

    Aftur í ársskýrslu