Ljósmynd

Orka og grænar lausnir

Orka og grænar lausnir

Endurnýjanleg orka hefur lengi verið einn af hornsteinum íslenskrar gjaldeyrisöflunar.

Miðlum árangri Íslands

Endurnýjanleg orka hefur lengi verið einn af hornsteinum íslenskrar gjaldeyrisöflunar. Þekking og reynsla íslenskra fyrirtækja á sviði orkunýtingar hefur jafnframt ýtt undir spennandi nýsköpun á sviði grænna lausna sem nýst geta víða um heim. 

Verkefni ársins 2023 á sviði orku og grænna lausna voru margvísleg. Grænar lausnir og sér í lagi sjálfbærar grænar lausnir voru kynntar víða undir merkjum Green by Iceland. Markmiðið var að auka vitund um sjálfbæra nýtingu auðlinda á Íslandi og kynna íslenskar grænar lausnir á erlendum mörkuðum. Markaðsstarf Green by Iceland gengur vel og tekist hefur að skapa verðmæt viðskiptatengsl fyrir íslensk fyrirtæki. Alls tóku 74 fyrirtæki þátt í erlendum viðburðum Green by Iceland árið 2023.

Markaðsverkefni gagnavera, Data Centers by Iceland er hýst hjá Íslandsstofu. Í yfir 10 ár hefur Ísland verið kynnt sem ákjósanlegur staður fyrir gagnaver, byggt á úttektar- og greiningarvinnu innlendra sem erlendra ráðgjafastofa. Verðmætir viðskiptavinir alþjóðlegra gagnavera leggja áherslu á endurnýjanlegan uppruna orkunnar sem knýr og kælir ofurtölvur þeirra. Data Centers by Iceland var með bás á Datacloud Global ráðstefnunni í Mónakó fyrir hagaðila og tóku fjögur íslensk fyrirtæki þátt.

Lesið nánar um verkefni ársins 2023 á sviði orku og grænna lausna hér að neðan.

Orka og grænar lausnir

Framtíðin er græn

feature image

Green by Iceland

Green by Iceland er markaðsverkefni sem miðar að því að auka vitund um sjálfbæra nýtingu auðlinda á Íslandi og kynna íslenskar grænar lausnir á erlendum mörkuðum. Langtímamarkmið verkefnisins er að byggja upp vörumerkið Green by Iceland, einkum á fyrirtækjamarkaði, og styðja við orðspor Íslands sem leiðandi lands á sviði sjáflbærni.

Sjá áherslur og verkefni árið 2023

feature image

Data Centers by Iceland

Meginmarkmið verkefnisins Data Centers by Iceland er að að auka vitund og bæta viðhorf væntanlegra viðskiptavina til hýsingar gagna á Íslandi í því skyni að auka útflutningsverðmæti gagnavera.

Önnur alþjóðlega gagnaversráðstefnan var haldin á Íslandi á árinu, Data Center Forum.

Sjá áherslur og verkefni árið 2023

feature image

Græn framtíð

Sýningin Græn framtíð varpar ljósi á árangur og sögu Íslands við nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa, segir frá markmiðum Íslands í loftslagsmálum, og veitir innblástur um þær fjölmörgu grænu lausnir og nýsköpun sem íslensk fyrirtæki hafa fram að færa erlendis.


Á seinasta ári komu yfir 600 gestir að sjá sýninguna meðal annars erlendar sendinefndir, fjárfestar og fulltrúar fyrirtækja sem hafa áhuga á að kynna sér íslenskt orkuhugvit  og grænar lausnir.

Ársskýrsla - Orka og grænar lausnir

Meira frá ársskýrslu 2023

    Aftur í ársskýrslu