Ljósmynd

Mynd: Matarbloggararnir Anders Husa og Kaitlin Orr

Matvæli og náttúru­af­urðir

Matvæli og náttúruafurðir

Íslenskir framleiðendur matvæla, drykkjarvara, húð- og næringarvara hafa nýtt sér íslenskan uppruna og tengsl við ímynd landsins og hreinleika íslenskrar náttúru til aðgreiningar fyrir vörur sínar á erlendum mörkuðum.

Markaðsstarf Íslandsstofu miðar að því að efla vitund um Ísland sem upprunaland hreinna og heilnæmra matvæla og náttúruafurða sem unnar eru með sjálfbærum hætti og vekja athygli á tækifærum sem felast í sjálfbærri nýtingu orku- og efnastrauma frá jarðvarmaverum, m.a. til hátækniframleiðslu á lífvirkum efnum með grænni orku. 

Markaðsstarfið á árinu

Íslandsstofa kom að skipulagningu ýmissa viðburða hér heima, m.a. kynningarfundi um þróun í framleiðslu þess sem kalla mætti framtíðarmatvæli og samtali fyrirtækja um frekara samstarf á sviði sölu og markaðssetningar fæðubótarefna og húðvara. Umfangsmestu aðgerðir á árinu tengdust stórum og krefjandi mörkuðum í vestri og austri.

Fulltrúar Íslands á vörusýningunni CIIE í Kína ásamt Þóri Ibsen, sendiherra Íslands í Peking

Átta íslensk matvælafyrirtæki tóku þátt í Íslandsbás á vörusýningunni China International Import Expo í Sjanghæ í nóvember

Bandaríkin eru áherslumarkaður margra fyrirtækja sem freista þess að koma vörum sínum í smásöludreifingu. Til að styðja við það markaðsstarf hélt Íslandsstofa áfram góðu samstarfi við Business Sweden um fræðslu á netinu og viðburði tengda útflutningi matvæla og heilsuvara til Bandaríkjanna. 

Íslandsstofa skipulagði m.a. þjóðarbás á Natural Products Expo West sýningunni í Kaliforníu með þátttöku fjögurra fyrirtækja.

Kína var líka í fókus, en kínversk yfirvöld völdu að halda s.k. streymisviku á Íslandi í maí sem hófst með kynningarfundi Íslandsstofu og sendiráðs Kína. Hingað kom stór hópur áhrifavalda og fulltrúa vefmarkaðstorga til að vinna með íslenskum fyrirtækjum að kynningu og beinni sölu á vörum þeirra á netinu með frábærum árangri. Sum þessara fyrirtækja voru einnig í hópi átta fyrirtækja sem tóku þátt í Íslandsbás á sýningunni China International Import Expo í Sjanghæ. Lesa meira

Markaðsverkefni

Íslenski hesturinn

feature image

Horses of Iceland

Markaðsverkefnið Horses of Iceland vinnur að því að styrkja orðspor íslenska hestsins um allan heim og leggja grunn að aukinni verðmætasköpun og útbreiðslu hestsins á heimsvísu. Verkefnið hefur nú verið framlengt út árið 2025.

Horses of Iceland var með kynningarbás á Equitana, stærstu hestasýningu í heimi sem haldin var í maí í Þýskalandi. Dagur íslenska hestsins var haldinn hátíðlegur víða um heim þann 1. maí og Heimsmeistaramót íslenska hestsins fór fram í Hollandi í ágúst.

Lesa meira um verkefni Horses of Iceland á árinu 2023

Ársskýrsla 2023 - Matvæli og náttúruafurðir

Meira frá ársskýrslu 2023

    Aftur í ársskýrslu