Ljósmynd

Listir og skapandi greinar

Listir og skapandi greinar

Á undanförnum árum hefur verið öflugur vöxtur í útflutningsverðmætum skapandi greina.

Íslenskar listir og skapandi greinar í útrás

Við kynnum Ísland sem skapandi miðstöð, upprunaland menningarafurða og eftirsóknarverðan stað til sköpunar á sviði tónlistar, kvikmynda, bókmennta, myndlistar, sviðslista, hönnunar og arkítektúrs.

Áhersla er lögð á traust samstarf við miðstöðvar skapandi greina, faglega stefnumótun í kynningarmálum sem stuðla að aukinni þekkingu og eftirspurn lista og skapandi greina á erlendri grundu. ​

Verkefni ársins voru öll unninn í góðu samstarfi við miðstöðvar skapandi greina, sendiráð Íslands erlendis og þau ráðuneyti sem verkefnið Skapandi Ísland fellur undir.

Samstarfsverkefni

Skapandi greinar eru framtíðin

feature image

Skapandi Ísland

Skapandi Ísland er markaðsverkefni skapandi greina og er samstarfsverkefni Íslandsstofu og stjórnvalda. Verkefnið er unnið í samstarfi við miðstöðvar listgreina, sendiráð Íslands erlendis og fagfólks innan greinanna. 


Skapandi Ísland snertir fjölmörg verkefni sem snúa að þátttöku Íslands í alþjóðlegum hátíðum og kaupstefnum sem skila verðmætum tengslum og viðskiptum fyrir listir og skapandi greinar.

Lesa meira um verkefni Skapandi Íslands árið 2023

Listir og skapandi greinar

Upptaka kvikmynda á Íslandi

feature image

Film in Iceland

Mikið var um erlend kvikmyndaverkefni á árinu 2023, en þar má nefna sjónvarpsþættina True Detective, Darkness og Somebody feed Phil og kvikmyndirnar One million minutes og Wicked. Þar að auki voru teknar upp fjöldi heimildamynda, sjónvarpsauglýsinga, ljósmyndaverkefna og tónlistarmyndbanda.

Lesa meira um verkefni Film in Iceland á árinu 2023

Ársskýrsla 2023 listir og skapandi greinar

Meira frá ársskýrslu 2023

    Aftur í ársskýrslu