Ljósmynd

Hugvit og tækni

Hugvit og tækni

Tækifæri til vaxtar byggjast á hugviti og mannauði frekar en náttúruauðlindum. 

Aukin vitund um nýsköpun

Íslandsstofa vinnur áfram að því markmiði að hugvitsdrifnar útflutningsgreinar verði fjórða stoðin í íslensku efnahagslífi og sú mikilvægasta. Tækifæri til vaxtar byggjast á hugviti og mannauði frekar en náttúruauðlindum. Því er mikilvægt að auka vitund á okkar lykilmörkuðum um nýsköpun og viðskiptaumhverfi á Íslandi og kynna kosti þess að búa hér, starfa og stunda rannsóknir, og tækifæri til fjárfestinga. Niðurstöður viðhorfsrannsóknar Íslandsstofu benda til að þróunin á vitund um Ísland sé á réttri leið og munur milli okkar og helstu samanburðarlanda hafi minnkað. 

Vöxtur og bjartsýni

Árleg könnun Íslandsstofu meðal vaxtarfyrirtækja um rekstur þeirra árið 2023 og áætlanir og væntingar til 2024 sýnir að staða fyrirtækja er sterk. Könnunin sýnir meðal annars að helmingur svarenda hefur meirihluta tekna sinna af útflutningi og að 62% fyrirtækja segjast hafa fjárhagslegt bolmagn til sóknar á erlenda markaði, með eða án utanaðkomandi fjármagns. Könnunin var nú framkvæmd í fjórða skipti með þátttöku 130 fyrirtækja og eru heildarniðurstöður væntanlegar innan skamms.  

rich text image

Fulltrúar á sjöunda tug íslenskra fyrirtækja og fjárfesta tóku virkan þátt í sprota- og tækniviðburðinum SLUSH sem fram fór í Helsinki í lok nóvember

Viðburðir og aðgerðir

Viðburðadagskrá ársins var fjölbreytt og unnin í samstarfi við sendiskrifstofur Íslands, klasa, samtök og aðra góða samstarfsaðila hér heima. Allir aðgerðir hafa það markmið að tengja íslensk fyrirtæki við fjárfesta, kaupendur eða aðra samstarfsaðila. Skipulagðar voru viðskiptasendinefndir í tengslum við opinberar sendinefndir forseta Íslands til Kanada og borgarstjóra til Seattle, og stórir hópar tæknifyrirtækja sóttu ráðstefnurna Tech BBQ í Kaupmannahöfn og Slush í Helsinki og viðburði þeim tengdu.

Þá tóku íslensk fyrirtæki þátt í sérhæfðum viðburðum m.a. á sviði, fjártækni, líftækni og tækni til veiða og vinnslu sjávarafurða. Hér heima voru einnig skipulagðir ýmsir kynningarfundir, og í tengslum við Nýsköpunarviku voru fjárfestakynningar og -tengslaviðburðir.   

Íslandsstofa á aðild að tveimur norrænum samstarfsverkefnum sem miða að því að tengja framleiðendur heilsutæknilausna við kaupendur í N-Ameríku. Eitt fyrirtæki tók þátt í Nordic Amplify í Bandaríkjunum og þrjú fyrirtæki í nýju verkefni NL Health Services í Kanada. 

Sérfræðingar óskast

Vísindaþorpið í Vatnsmýri

feature image

Reykjavik Science City

Á árinu var áhersla lögð á að sýna lifandi samfélag nýsköpunar og tækni, m.a. í tengslum við fjölsótta viðburði Íslandsstofu á Nýsköpunarvikunni í maí 2023. Keyrðar voru herferðir til þess að kynna verkefnið Reykjavík Science City, sem snerust að mestu um að auka vitund  skilgreindra markhópa á kostum Reykjavíkur fyrir fjárfesta, fyrirtæki, sérhæft vinnuafl og stúdenta.

Lesa meira um aðgerðir á árinu 2023

Ársskýrsla 2023 - hugvit og tækni

Meira frá ársskýrslu 2023

    Aftur í ársskýrslu