Ljósmynd

Erlendar fjárfest­ingar

Erlendar fjárfestingar

Íslandsstofa hefur það lögbundna hlutverk að laða erlenda fjárfestingu til landsins, upplýsa erlenda fjárfesta um kosti Íslands og vera stjórnvöldum til ráðgjafar.  

Árið 2023 í hnotskurn

Áhersla stjórnvalda er á fjárfestingar sem styðja við stöðu Íslands sem leiðandi lands í sjálfbærni og sem stuðla að því að ná markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum. Þá hefur áherslan á þekkingargreinar, nýsköpun, rannsóknir og þróun, ýtt undir öran vöxt hugverkageirans og erlenda fjármögnun vaxtarfyrirtækja. Hluti af þeim vexti er kynning á Íslandi sem ákjósanlegum stað fyrir erlenda sérfræðinga að búa og starfa.

Á árinu 2023 var Íslandsstofu falið að leiða verkefnið Græna dregilinn í samráði við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. Í stýrihópi verkefnisins sitja fulltrúar lykilráðuneyta og stofnana sem koma að viðskiptaumhverfi og framgangi stærri fjárfestingaverkefna og munu styðja Íslandsstofu við að veita þjónustu og liðka fyrir verkefnum. Unnið var að því að móta verkefnið og kynna fyrir fulltrúum í stýrihópi dæmi um stór fjárfestingaverkefni sem gætu fallið að loftslags- og sjálfbærnimarkmiðum stjórnvalda. Lesa nánar

Sex loftslagsmarkmið

Hér má sjá loftslagsmarkmið stjórnvalda

Víða um land er mikil gerjum í að móta virðistilboð fyrir fyrirtæki og fjárfesta og nokkrir grænir iðngarðar og hringrásarsvæði eru í mótun auk auðlinda- og jarðhitagarða. Samhliða var unnið að drögum á skilgreiningu á grænum iðngörðum með hópi sérfræðinga. Á árinu tók t.d. erlent háræktarverkefni ákvörðun um að taka þátt í nýjum grænum iðngarði í Helguvík.

Nýfjárfestingar

Fjárfestingarverkefni í virkri skoðun 2023 skiptust í grófum dráttum í fjóra flokka:

  • Margvísleg rafeldsneytisverkefni til orkuskipta, gjarnan tengd væntanlegum iðngörðum eða hringrásarsvæðum auk nýtingar vindorku til framleiðslu á vetni.

  • Verkefni á sviði matvæla svo sem hárækt við stýrðar aðstæður, smáþörungaframleiðsla, nýting stórþörunga, landeldi og framleiðsla á áfengum drykkjum. Mikill vöxtur hefur verið hjá þeim verkefnum sem hingað hafa komið sbr. Vaxa smáþörungaframleiðandinn í Jarðhitagarðinum á Hellisheiði.

  • Ferðaþjónustuverkefni, einkum hótel sem áfangastaðir. Reynslumiklir erlendir aðilar sem leggja áherslu á sjálfbæra ferðaþjónustu, tryggðu sér m.a. lóð á Suðurlandi undir miðstöð ævintýraferða fyrir markhóp sinn.

  • Gagnaver. Tilkoma AI og hraður vöxtur á því sviði kallar á stóraukna reiknigetu gagnavera. Stórir alþjóðlegir aðilar á sviði gagnavera hafa endurnýjað kynni sín við Ísland og hafa átt í könnunarviðræðum um orkuöflun til þeirra.

Sjá vef Invest in Iceland

Ársskýrsla 2023- Beinar erlendar fjárfestingar

Meira frá ársskýrslu 2023

    Aftur í ársskýrslu