Ljósmynd

Áherslu­svið í útflutn­ingi

Áherslusvið í útflutningi

Á árinu 2022 starfaði Íslandsstofa innan sex áherslugreina í útflutningi. Mikil fjölbreytni og umsvif einkenndu þennan tíma og öflugt markaðsstarf var unnið.

feature image

Orka og grænar lausnir

Endurnýjanleg orka hefur lengi verið einn af hornsteinum íslenskrar gjaldeyrisöflunar. Þekking og reynsla íslenskra fyrirtækja á sviði orkunýtingar hefur jafnframt ýtt undir spennandi nýsköpun á sviði grænna lausna sem nýst geta víða um heim. 

Lesa um verkefnin á árinu

feature image

Hugvit, nýsköpun og tækni

Markaðsleg áskorun Ísands á sviði hugvits og tækni liggur í því að Ísland skorar lægra en viðmiðunarlönd  þegar kemur að þáttum sem snúa að viðskiptaumhverfi og nýsköpun í huga neytenda á lykilmörkuðum. Þetta þarf að bæta.

Lesa um verkefnin á árinu

feature image

Listir og skapandi greinar

Skapandi Ísland snertir fjölmörg verkefni sem snúa að þátttöku Íslands í alþjóðlegum hátíðum og kaupstefnum sem skila verðmætum tengslum og viðskiptum fyrir listir og skapandi greinar.

Lesa um verkefnin á árinu

feature image

Ferðaþjónusta

Áhugi ferðamanna á að ferðast til Íslands hefur aldrei mælst meiri og má með sanni segja að verkefnið Saman í sókn hafi náð þeim markmiðum sem sett voru í upphafi; að auka eftirspurn eftir íslenskri ferðaþjónustu og styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar.

Lesa um verkefnin á árinu

feature image

Sjávarútvegur

Á árinu 2022 var kynnt ný heildarhugmynd fyrir markaðsstarf Seafood from Iceland sem byggir á sögulegum tengslum þjóðarinnar við sjávarútveg. Farið var í markaðsaðgerðir á skilgreindum áherslumörkuðum Seafood from Iceland; Bretlandi, Frakklandi og Suður Evrópu.

Lesa um verkefnin á árinu

feature image

Matvæli og náttúruafurðir

Íslenskir framleiðendur matvæla, drykkjarvara, húð- og næringarvara hafa nýtt sér íslenskan uppruna og tengsl við ímynd landsins og hreinleika íslenskrar náttúru til aðgreiningar fyrir vörur sínar á erlendum mörkuðum.

Lesa um verkefnin á árinu

Ársskýrsla 2022 - Útflutningsgreinar

Meira frá ársskýrslu 2022

    Aftur í ársskýrslu