Ljósmynd

Seafood from Iceland

Seafood from Iceland

Aukum vitund og bætum viðhorf markhóps gagnvart íslenskum sjávarafurðum

Samstarf í sjávarútvegi

Seafood from Iceland er vettvangur fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki til að vinna saman að markaðssetningu undir einu upprunamerki til að hámarka virði íslenskra sjávarafurða. Verkefnið hófst árið 2019 en byggir að hluta til á Bacalao de Islandia sem nær aftur til ársins 2013. 

Meginmarkmið verkefnisins er að auka virði og útflutningsverðmæti íslensks sjávarfangs með því að auka vitund og bæta viðhorf markhóps gagnvart íslenskum sjávarafurðum. Markaðssvæðin er þrjú: Bretland, Frakkland og Suður Evrópa.

Fish is our story

Á árinu 2022 var kynnt ný heildarhugmynd fyrir markaðsstarf Seafood from Iceland; “Fish is our story” sem byggir á sögulegum tengslum þjóðarinnar við sjávarúteg. Íslendingar eru söguþjóð, og fiskur er samofinn þeirri sögu.

Farið var í markaðsaðgerðir á skilgreindum áherslumörkuðum Seafood from Iceland: 

Bretland:  
 • Íslandsferð fyrir National Federation of Fish Friers, 22.- 25. feb. 

 • Samstarf við 27 fish&chips staði á National Fish and Chip Day þann 27. maí. Markaðsefni á sölustaði og vinningsferð til Íslands. 

 • Áhrifavaldar og fjölmiðlar heimsækja Ísland – Fishmas Village Trip frá 16.- 20. maí. 

 • “Fish is our story” herferð keyrð í Bretlandi fyrir skilgreindan markhóp í okt. og nóv. Samhliða var samstarf við matarbloggara og áhrifavalda.

Frakkland:  
 • Áhrifavaldar og fjölmiðlar heimsóttu Ísland – Fishmas Village Trip frá 16.-20. maí. 

 • Þátttaka á La Semaine Islandaise sem var kynningarsamstarf með veitingastaðnum Fulgurance í París dagana 23.- 26. júní. Íslenskur gestakokkur. 

Suður Evrópa:  
 • Lokakeppnir í kokkaskólakeppnum, Madrid í mars og Róm í apríl.  

 • Kynningarsamstarf með Damm Estrella á yfir 100 veitingastöðum í Katalóníu frá apríl - maí. 

 • Ferð vinningshafa og kennara í kokkaskólakeppnum + fjölmiðla til Íslands, 7.- 10. september. Móttaka í Salteldhúsi, ferð í saltfiskvinnslu o.fl. 

Erlendir ferðamenn á Íslandi: 
 • Ráðist var í gerð markaðsefnis fyrir samfélagmiðla fyrir “Fish is our story” þar sem erlendir ferðamenn á Íslandi voru markhópurinn. Birtingar stóðu yfir sumarið 2022 og voru ýmist á stafrænum miðlum eða umhverfisauglýsingar. Auglýsingar undir merkjum „Fish is our story“ voru keyrðar á samfélagsmiðlum (Meta og Google) og á umhverfisauglýsingum og LED skiltum í Reykjavík. Birtingar voru tæplega 1,2 milljón og smellir rúmlega 1,800

Efni Fish is Our Story herferðarinnar var birt tæplega 9 milljón sinnum sem skilaði sér í rúmlega milljón myndbandsáhorfum.

rich text image

Sjávarþorpið - Fishmans village

Ferð matarbloggara, áhrifavalda og fjölmiðla til Íslands í maí 2022 skilaði sér í þónokkurri umfjöllun á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.  

 • Matarbloggarar/áhrifavaldar frá Bretlandi (7): Samtals birtust 36 færslur en viðbrögð við efninu (engagement) frá þeim voru rúmlega 10 milljónir. 

 • Fjölmiðlar frá Bretlandi (6): Sex umfjallanir birtust í fjölmiðlum, auk þess sem fjallað var um ferðina í innslagi í útvarpsþætti á vegum BBC Berkshire Radio. Samtals náðu þessar umfjallanir til rúmlega 3,8 milljóna (reach) og uppreiknað auglýsingavirði (AVE) var rúmlega 60.000 pund, eða tæplega 11 milljónir krónur. Fyrirtækið CP Creative tók upp efni í ferðinni, bæði ljósmyndir og myndbönd, sem hægt verður að nýta í framhaldi Seafood from Iceland. 

 • Matarbloggarar/áhrifavaldar frá Frakklandi (4): Samtals voru birtar 36 færslur, fjöldi birtinga (impressions) var um 800 þúsund og efnið náði til um 660 þúsund (reach) og viðbrögð við efninu (engagement) voru um 11.400.  

 • Fjölmiðlar frá Frakklandi (2): Tveir fjölmiðlamenn komu til Íslands: Núna hafa birst umfjallanir í tveimur frönskum miðlum (Ouest France og Gourmand). Uppreiknað auglýsingavirði samtals á þessum umfjöllunum er 206,200 EUR eða rúmlega 30 milljónir kr. 

Hér má lesa nánar um heimsóknina til Íslands

rich text image

Vilhelm Neto ásamt tveimur vinningshöfum keppninnar Concurso de Escuelas Culinarias Bacalao de Islandia

Kokkaskólakeppnir - samstarf í Suður Evrópu

Suður Evrópa er mikilvægur markaður fyrir íslenskan fisk, aðallega saltfisk. Mikil áhersla hefur verið á samstarf með matreiðslumönnum í gegnum árin og sérstök áhersla á þá yngstu, þá sem eru á mótunarárum. Þannig verður tryggt að þeir þekki úrvals hráefni, besta saltfisk í heimi og velji hann í framtíðinni. Haldnar voru glæsilegar lokakeppnir með ungum matreiðslumönnum bæði í Róm og Madrid á fyrri hluta ársins. Í byrjun september komu síðan vinningshafar og kennarar í kokkaskólakeppnum auk fjölmiðla til Íslands. Hér má lesa um heimsóknina

Varlega áætlað hafa um 300 kokkaskólanemendur í þremur mikilvægum markaðslöndum Íslendinga fengið kynningu á íslenskum saltfiski í sínum skólum. Meira en 100 nemendur tóku þátt í undankeppnum innan sinna skóla að elda úr íslenskum saltfiski. 

Samtals tóku 21 nemandi þátt í lokakeppnunum á Spáni, Portúgal og Ítalíu. Þegar lokakeppnirnar eru haldnar er fjölmörgum gestum boðið á viðburðinn. Þetta eru styrktaðilar, kaupendur og dreifingaraðilar í viðkomandi löndum, aðilar frá skólunum og síðast en ekki síst fjölmiðlum. PR stofur og Bacalao de Islandia verkefnið vinna saman að því að fá umfjallanir um viðburðina í fjölmiðlum viðkomandi landa.

rich text image

Vinningshafar úr kokkaskólakeppnum frá Ítalíu, Portúgal og Spáni í heimsókn á Íslandi

Hérna má sjá samantekt um umfjallanir eftir landskeppnirnar þrjár: 

 • Lokakeppni í Portúgal 17. nóvember 2021: samtals birtust 8 umfjallanir í fjölmiðlum í Portúgal og þar af var stór grein í tímaritið Food and Travel. Samhliða lokakeppni var haldin 60 manna móttaka þar sem blaðamönnum, bloggurum, innflytjendum, skólastjórnendum, veitingamönnum og fulltrúum Estrella Damm var boðið upp á saltfiskmáltíð. Þá komu einnig 250 nemendur skólans þar sem keppnin var haldin í Porto saman og snæddu íslenskan saltfisk. 

 • Lokakeppni á Spáni, 3. mars 2022: 91 grein birtist, uppreiknað auglýsingavirði var 900 þúsund EUR og lesendur greina um 90 milljónir.  

 • Lokakeppni á Ítalíu, 7. apríl 2022: Samtals birtust 8 greinar í fjölmiðlum eftir lokakeppnina.  

 • Vinningsferð til Íslands, 7.-10. sept 2022: Ferð sigurvegaranna þriggja, kennara og fjölmiðla hefur styrkt góð tengsl á milli Bacalao de Islandia verkefnisins áðurnefndra aðila. Þessir aðilar munu án efa horfa mjög jákvætt á íslenskan saltfisk þegar kemur til val á saltfiski. Þar fyrir utan skilaði ferðin 10 umfjöllunum í löndum þremur auk umfjallana á Íslandi. 

Ársskýrsla 2022 - Seafood from Iceland

Meira frá ársskýrslu 2022

  Aftur í ársskýrslu