
Reykjavik Science City
Reykjavik Science City
Við kynnum umgjörð nýsköpunar, vísinda og tækni í Vatnsmýrinni.

Ísland verði þekkt sem land nýsköpunar og tækni
Stofnað var til markaðsverkefnisins Reykjavík Science City árið 2021 til að kynna á alþjóðlegum grundvelli innviði og umgjörð nýsköpunar, vísinda og tækni í Vatnsmýrinni. Að verkefninu koma Reykjavíkurborg, Landspítalinn, Vísindagarðar, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík. Íslandsstofu var falið að sjá um framkvæmd verkefnisins.
Ísland er í dag lítt þekkt sem land nýsköpunar, tækni og viðskipta. Markmið verkefnisins er að Vatnsmýrin verði efirsóttur staður menntunar, nýsköpunar, rannsókna og alþjóðlegs vísindastarfs. Áhersla er lögð á að kynna einstaka staðsetningu og þá kosti sem felast í henni og nálægð við háskólaumhverfið, Landspítala, Vísindagarða og leiðandi fyrirtæki á sviði rannsókna og hugvits, ásamt kostum þess að búa í Reykjavík, s.s. fjölskylduvænt samfélag og nálægð við nátt úru.
Verkefnið á að stuðla að því að erlendir aðilar velji Vísindaþorpið í Vatnsmýri (Reykjavík Science City) sem ákjósanlegan stað fyrir starfsemi sinna fyrirtækja, fyrir samstarfsverkefni á sviði rannsókna og vísinda og efla beina og óbeina fjárfestingu á svæðinu. Markhópar verkefnisins eru erlendir fjárfestar, erlendir sérfræðingar og alþjóðleg tæknifyrirtæki.

Viðburðir ársins 2022
Reykjavik Science City stóð fyrir fimm fjárfestaviðburðum á árinu. Sá sértækasti var stefnumót íslenskra tölvuleikjafyrirtækja við fjárfesta í London í september í samvinnu við sendiráð Íslands í London, CCP og IGI/SI. Þá fóru fram fjárfestaviðburðir í tengslum við frumkvöðla- og tækniráðstefnurnar TechBBQ og Slush fyrir Saas fyrirtæki (hugbúnaðarþjónusta) úr fjölbreyttum greinum. Að lokum má nefna boð sem haldið var á Nordic Fintech week í Kaupmannahöfn í september í samvinnu við fjártæknifyrirtækið Lucinity og fjártækniklasann. Þá var fjárfestum á sviði sjálfbærnilausna einnig boðið í fyrirtækjaheimsóknir á Íslandi á meðan Iceland Innovation Week fór fram.
Tvær blaðamannaferðir voru skipulagðar á vegum verkefnisins á árinu. Sú fyrri fór fram í maí í tengslum við Iceland Innovation Week. Þá komu sex erlendir blaðamen til landsins og framleiddu efni um íslensk nýsköpunar- og tæknifyrirtæki. Önnur blaðamannaferð fór fram í september þar sem íslensk fjártæknifyrirstæki voru í brennidepli.

Nokkrar auglýsingar voru keyrðar á samfélagsmiðlum til þess að kynna Reykjavík Science City í þeim tilgangi að auka vitund skilgreindra markhópa á kostum Reykjavíkur fyrir fjárfesta, fyrirtæki, sérhæft vinnuafl og stúdenta. Einnig voru keyrðar auglýsingar til að vekja athygli á þátttök RSC á viðburðum erlendis s.s. Tech BBQ, Nordic Fintech, Slush o.fl. Á sömu viðburðum voru svæðisbundnar birtingar þar sem reynt var að vekja athygli á verkefninu og íslenskum fyrirtækjum sem tóku þátt í viðburðunum.
Þá var framleitt efni til notkunnar í kynningarefni og samfélagsmiðlum verkefnisins. Má þar nefna viðtöl við erlenda sérfræðinga sem búa hér á landi og starfa hjá íslenskum hugbúnaðarfyrirtækjum, og yfirlitsmyndir af svæðinu, m.a. Grósku og byggingum Vatnsmýrinnar.
Árangur
Þátttaka í viðburðum á vegum RSC var mjög góð:
40 íslensk vaxtarfyrirtæki kynnt á TechBBQ í Kaupmannahöfn
61 íslensk vaxtarfyrirtæki kynnt á SLUSH nóvember
15 íslensk fjártæknifyrirtæki kynnt á Nordic Fintech Week

Þá var árangur góður var af birtingum efnis á samfélagsmiðlum. Viðbrögð voru almennt betri en viðmið gera ráð fyrir og betri en almennt er miðað við í sambærilegum herferðum. Helstu árangurstölur úr samfélagsmiðlastarfi:
4 milljónir birtinga á samfélagsmiðlum
800 þúsund+ samanlögð dekkun á öllum miðlum
165 þúsund viðbrögð á samfélagsmiðlum
26 þúsund smellir á auglýsingar
726 þúsund áhorf á kynningarmyndbönd
Árangur í almannatengslum var jafnframt ágætur og talsverð umjöllun sem skapaðist í tenglsum við blaðamannaferðir á árinu.
Umfjallanir: 1.056
Dekkun: 16.992.888
Birtingar: 84.938.840
Umfjöllunarvirði (AVE) 150.265.630 kr.
Síðustu tvö ár hafa einkennst af uppbyggingu vörumerkisins Reykjavík Science City. Árið hefur nýst vel í að kynnast markhópnum betur og við erum alltaf að átta okkur betur á því hvernig við getum átt í árangursríkum samskiptum við hann í gegnum samfélagsmiðla.
Við horfum spennt fram á veginn og sjáum mikil tækifæri í verkefninu sem mun á næstu misserum fara inn á fleiri markaði og snerta fleiri starfsgreinar innan hugvits og tækni. Með sterkt vörumerki að vopni á borð við RSC mun sagan um Nýsköpunarlandið styrkjast og skila okkur árangri í formi aukinna gjaldeyristekna, vaxandi hagvaxar og bættra lífskjara.