Ljósmynd

Matvæli og náttúru­af­urðir

Matvæli og náttúruafurðir

Íslenskir framleiðendur matvæla, drykkjarvara, húð- og næringarvara hafa nýtt sér íslenskan uppruna og tengsl við ímynd landsins og hreinleika íslenskrar náttúru til aðgreiningar fyrir vörur sínar á erlendum mörkuðum.

Hrein og heilnæm matvæli eftirsótt

Markaðsstarf Íslandsstofu miðar að því að efla vitund um Ísland sem upprunaland hreinna og heilnæmra matvæla og náttúruafurða sem unnar eru með sjálfbærum hætti og vekja athygli á tækifærum sem felast í sjálfbærri nýtingu orku- og efnastrauma frá jarðvarmaverum, m.a. til  hátækniframleiðslu á lífvirkum efnum með grænni orku. 

Markaðsstarfið á árinu

Talsverður áhugi er meðal íslenskra fyrirtækja á að ná fótfestu á Bandaríkjamarkaði og fylgja eftir árangri í netsölu með því að koma vörum í verslanir. Til að styðja við markaðsstarf fyrirtækja á þessum stóra og krefjandi markaði hélt Íslandsstofa áfram góðu samstarfi við Business Sweden um fræðslu og viðburði tengda útflutningi matvæla og heilsuvara til Bandaríkjanna. Íslandsstofa skipulagði þjóðarbás á Fancy Food sýningunni í New York með þátttöku þriggja íslenskra fyrirtækja og undir lok árs tóku þrjú fyrirtæki ásamt Íslandsstofu þátt í ráðstefnunni Nordic-US Food Summit. Viðfangsefni ráðstefnunnar er nýsköpun og sjálfbærni í matvælaframleiðslu og áhersla lögð á að tengja fyrirtækin við hugsanlega samstarfsaðila og fjárfesta á markaðnum með kynningum og heimsóknum í fyrirtæki. 

rich text image

Matvælaframleiðsla framtíðarinnar er okkur hugleikin og í tilefni af Nýsköpunarviku stóðu Íslandsstofa og Landsvirkjun fyrir ráðstefnu um efnið. Þar var m.a. fjallað um hvað Ísland hefði hefði fram að færa í heimi þar sem nýsköpun og sjálfbær nýting auðlinda verða æ mikilvægari til að takast á við þá áskorun að fæða heimsbyggðina. Þá var Íslandsstofa með kynningarbás á alþjóðlegu þörungaráðstefnunni Alga Industry Summit sem haldin var í Reykjavík. 

Sendinefnd tíu íslenskra framleiðenda heilsu- og húðvara heimsótti London í október. Bresk íslenska viðskiptaráðið fór fyrir sendinefndinni sem kynnti vörur sínar fyrir fjárfestum og innkaupaaðilum á fundum í sendiráði Íslands, auk þess sem verslanir og forsvarsmenn þeirra voru heimsóttir. Þá voru íslensk matvæli kynnt með glæsibrag í mótttöku í embættisbústað sendiherra Íslands í Osló í tengslum við afhendingu Norrænu matvælaverðlaunanna Emblu. 

rich text image

Eiderdown of Iceland er markaðssamstarf við Æðarræktarfélag Íslands. Tilgangurinn er að samræma markaðs- og kynningarstarf með það fyrir augum að auka vitund um einstaka eiginleika dúnsins, tryggja stöðugleika í sölu og auka útflutningstekjur af fullunnum vörum. Lokið var við gerð markaðsefnis, verið er að leggja lokahönd á nýjan markaðsvef og unnið að fjármögnun og undirbúningi umsóknar um verndað afurðaheitis.  

Markaðsverkefni

Íslenski hesturinn

feature image

Horses of Iceland

Markaðsverkefnið Horses of Iceland vinnur að því að styrkja orðspor íslenska hestsins um allan heim og leggja grunn að aukinni verðmætasköpun og útbreiðslu hestsins á heimsvísu. Verkefnið hefur nú verið framlengt út árið 2025.

Horses of Iceland var með kynningarbás á Equitana, stærstu hestasýningu í heimi sem haldin var í apríl í Þýskalandi. Dagur íslenska hestsins var haldinn hátíðlegur víða um heim þann 1. maí og Landsmót fór fram á Hellu í júlí undir heitinu „Loksins Landsmót."

Lesa meira um verkefni Horses of Iceland á árinu 2022

Ársskýrsla 2022 - Matvæli og náttúruafurðir

Meira frá ársskýrslu 2022

    Aftur í ársskýrslu