
Markaðsstarf
Markaðsstarf
Verkefni í markaðsstarfi sem Íslandsstofa hefur umsjón með eru margvísleg. Þó eiga það sameiginlega markmið að styrkja ímynd Íslands, kynna íslenskar vörur og þjónustu og stuðla að auknum gjaldeyristekjum til þjóðarbús Íslands. Á árinu 2022 var unnið ötult markaðsstarf á hinum ýmsu sviðum útflutnings.

Inspired by Iceland í Norður Ameríku
Á árinu 2022 voru haldnir sex viðburðir í nafni Taste of Iceland í Bandaríkjunum og fóru þeir fram í borgunum Washington, Boston, Denver, Chicago, Toronto, og Seattle. Gestum viðburðanna var meðal annars boðið að kynnast menningu frá Íslandi í formi tónlistar, matvæla, bókmennta og kvikmynda.
2
Herferðir fyrir áfangastaðinn
777
Umfjallanir erlendis
21.000
Skráningar í OutHorse
4,3
Snertingar til markhópa á árinu

Saman í sókn
Markmið verkefnisins er að auka eftirspurn eftir íslenskri ferðaþjónustu, styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina. Tvær herferðir voru framkvæmdar á árinu 2022 til að viðhalda og efla áhuga á landi okkar og þjóð.
12
Milljarðar í heildarveltu
35
Prósent endurgreiðsla
20
Kvikmynda- og sjónvarpsverkefni
12
Viðburðir erlendis

Film in Iceland
Mikið var um erlend kvikmyndaverkefni og nam heildarvelta þeirra rúmlega 12 milljörðum króna. Fyrst má nefna þættina True Detective, stærsta sjónvarpsverkefni í sögu Íslands. Önnur verkefni sem tekin voru upp á Íslandi á árinu eru t.d. kvikmyndirnar Luther og Heart of Stone og þættirnir The Witcher.

Meet in Reykjavik
MICE ferðaþjónusta á heimsvísu tók hraðar við sér eftir heimsfaraldur en spáð var og árið 2022 gekk töluvert betur en reiknað var með. Miklir hagsmunir eru í húfi á þessu sviði fyrir áfangastaði enda er markaðurinn talinn vera einn af lykildrifkröftum hagrænnar innspýtingar vegna arðbærni hans.

Horses of Iceland
Landsmót hestamanna var haldið á Hellu í júlí undir yfirskriftinni „Loksins landsmót“ þar sem Horses of Iceland lét sig ekki vanta. Dagur íslenska hestsins var haldinn hátíðlegur í maí. Þá sótti fulltrúi verkefnisins hestasýningu í Bandaríkjunum og var með viðveru á stærstu hestasýningu heims í Þýskalandi.
61
Fyrirtæki á Slush
40
Fyrirtæki á TechBBQ
15
Fyrirtæki á Fintech Week
4
Milljón birtinga á samfélagsmiðlum