Ljósmynd

Markaðs­starf

Markaðsstarf

Verkefni í markaðsstarfi sem Íslandsstofa hefur umsjón með eru margvísleg. Þó eiga það sameiginlega markmið að styrkja ímynd Íslands, kynna íslenskar vörur og þjónustu og stuðla að auknum gjaldeyristekjum til þjóðarbús Íslands. Á árinu 2022 var unnið ötult markaðsstarf á hinum ýmsu sviðum útflutnings.

feature image

Inspired by Iceland í Norður Ameríku

Á árinu 2022 voru haldnir sex viðburðir í nafni Taste of Iceland í Bandaríkjunum og fóru þeir fram í borgunum Washington, Boston, Denver, Chicago, Toronto, og Seattle. Gestum viðburðanna var meðal annars boðið að kynnast menningu frá Íslandi í formi tónlistar, matvæla, bókmennta og kvikmynda.

Lesa um verkefni Inspired by Iceland á árinu

feature image

Seafood from Iceland

Á árinu var kynnt ný heildarhugmynd fyrir markaðsstarf Seafood from Iceland; „Fish is our story” sem byggir á sögulegum tengslum þjóðarinnar við sjávarútveg. Farið var í markaðsaðgerðir á skilgreindum áherslumörkuðum Seafood from Iceland, í Bretlandi, Þýskalandi og Suður Evrópu.

Lesa um verkefni Seafood from Iceland á árinu

2

Herferðir fyrir áfangastaðinn

777

Umfjallanir erlendis

21.000

Skráningar í OutHorse

4,3

Snertingar til markhópa á árinu

feature image

Saman í sókn

Markmið verkefnisins er að auka eftirspurn eftir íslenskri ferðaþjónustu, styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina. Tvær herferðir voru framkvæmdar á árinu 2022 til að viðhalda og efla áhuga á landi okkar og þjóð.

Lesa um markaðsstarf Saman í sókn á árinu 2022

feature image

Skapandi Ísland

Skapandi Ísland snertir fjölmörg verkefni sem snúa að þátttöku Íslands í alþjóðlegum hátíðum og kaupstefnum sem skila verðmætum tengslum og viðskiptum fyrir listir og skapandi greinar.

Lesa um starfið á sviði Skapandi Íslands á árinu

feature image

Green by Iceland

Tekist hefur að skapa verðmæt viðskiptatengsl fyrir íslensk fyrirtæki í tengslum við verkefnið Green by Iceland. Aukinn áhugi er á íslenskum grænum lausnum á heimsvísu, t.d. þekkingu Íslendinga á nýtingu jarðvarma til húshitunar og nýsköpun á sviði kolefnisbindingar.

Lesa meira um verkefni Green by Iceland á árinu

12

Milljarðar í heildarveltu

35

Prósent endurgreiðsla

20

Kvikmynda- og sjónvarpsverkefni

12

Viðburðir erlendis

A still image of Jodie Foster and Kali Reis from the filming of True Detective: Night Country in Iceland.

Film in Iceland

Mikið var um erlend kvikmyndaverkefni og nam heildarvelta þeirra rúmlega 12 milljörðum króna. Fyrst má nefna þættina True Detective, stærsta sjónvarpsverkefni í sögu Íslands. Önnur verkefni sem tekin voru upp á Íslandi á árinu eru t.d. kvikmyndirnar Luther og Heart of Stone og þættirnir The Witcher.

Lesa meira um verkefni Film in Iceland á árinu

feature image

Meet in Reykjavik

MICE ferðaþjónusta á heimsvísu tók hraðar við sér eftir heimsfaraldur en spáð var og árið 2022 gekk töluvert betur en reiknað var með. Miklir hagsmunir eru í húfi á þessu sviði fyrir áfangastaði enda er markaðurinn talinn vera einn af lykildrifkröftum hagrænnar innspýtingar vegna arðbærni hans. 

Lesa um verkefni Meet in Reykjavik á árinu

feature image

Data Centers by Iceland

Meginmarkmið verkefnisins er að að auka vitund og bæta viðhorf væntanlegra viðskiptavina til hýsingar gagna á Íslandi í því skyni að auka útflutningsverðmæti gagnavera.

Lesa um verkefni Data Centers by Iceland á árinu

feature image

Horses of Iceland

Landsmót hestamanna var haldið á Hellu í júlí undir yfirskriftinni „Loksins landsmót“ þar sem Horses of Iceland lét sig ekki vanta. Dagur íslenska hestsins var haldinn hátíðlegur í maí. Þá sótti fulltrúi verkefnisins hestasýningu í Bandaríkjunum og var með viðveru á stærstu hestasýningu heims í Þýskalandi.

Lesa um verkefni Horses of Iceland á árinu

61

Fyrirtæki á Slush

40

Fyrirtæki á TechBBQ

15

Fyrirtæki á Fintech Week

4

Milljón birtinga á samfélagsmiðlum

feature image

Reykjavik Science City

Reykjavik Science City stóð fyrir fimm fjárfestaviðburðum á árinu. Þar á meðal voru viðburðir í tengslum við TechBBQ í Kaupmannahöfn og Slush í Helsinki fyrir Saas fyrirtæki úr fjölbreyttum greinum sem 60 fulltrúar frá Íslandi sóttu.

Lesa um verkefni Reykjavik Science City á árinu

feature image

Icelandic Trademark Holding

Vörumerkið Icelandic stendur fyrir gæði og íslenskan uppruna og á merkið á sér langa, merkilega og farsæla sögu um hágæða íslenskar sjávarafurðir. Á árinu 2022 var hagnaður af starfsemi félagsins og sjóðstreymi jákvætt, líkt og árið áður.

Lesa um starfsemi Icelandic á árinu

feature image

Heimstorgið

Heimstorgið er afrakstur samstarfs Íslandsstofu og utanríkisráðuneytisins og kemur til í kjölfar samkomulags um þjónustuborð atvinnulífsins sem hleypt var af stokkunum í mars 2021. Starfsemi Heimstorgsins byggir m.a. á stefnu stjórnvalda um þróunarsamvinnu.

Lesa um verkefni Heimstorgsins á árinu

Markaðsstarf Íslandsstofu 2022

Meira frá ársskýrslu 2022

    Aftur í ársskýrslu