Ljósmynd

Hugvit og tækni

Hugvit og tækni

Íslendingar hafa sett sér metnaðarfull markmið um hlut hugvits í hagvaxtaraukningu framtíðar.

Markaðsleg áskorun Íslands

Íslandsstofa vinnur áfram að að því að auka hlut hugvits í hagvaxtaraukningu framtíðar. Fyrir því liggja einfaldar ástæður – vöxtur framtíðar þarf að byggja á hugvitsdrifnum útflutningsgreinum fremur en greinum sem byggja á náttúrulegum auðlindum sem takmörk eru sett.  

Markaðsleg áskorun Ísands á sviði hugvits og tækni liggur í því að Ísland skorar lægra en viðmiðunarlönd  þegar kemur að þáttum sem snúa að viðskiptaumhverfi og nýsköpun í huga neytenda á lykilmörkuðum. Markaðsaðgerðir Íslandsstofu miða að því að gera Ísland að eftirsóttum stað til lifa, mennta sig og starfa, ekki síður en til rannsókna, þróunar, og fjárfestinga. 

Ennþá mikill vöxtur í hugviti og tækni

Íslandsstofa framkvæmir árlega könnun á rekstrarumhverfi íslenskra tæknifyrirtækja. Niðurstöður hennar gefa enn og aftur vísbendingar um sterka stöðu og mikla vaxtarmöguleika fyrirtækja á þessu sviði. Meðal annars kom fram að vaxtarfyrirtæki á sviði hugvits og tækni hyggjast fjölga starfsfólki um 22% á komandi ári (2023) og stefna á að sækja um 36 milljarða í fjárfestingu. Einnig kom í ljós að fleiri eru að leita að sérfræðingum á sviði sölu- og markaðsmála, heldur en forritun. Þetta sýnir að um leið og STEM greinar eru mikilvægar, þarf einnig að leggja áherslu á markaðsgreinar.

rich text image

Fulltrúar 60 íslenskra fyrirtækja tóku þátt í SLUSH ráðstefnunni í Helsinki

Fjárfestaviðburðir og sendinefndir 

Alls voru fimm fjárfestaviðburðir haldnir á árinu 2022. Þrjár viðskiptasendinefndir voru gerðar út á viðburði í góðu samstarfi við sendiskrifstofur Íslands. Á TechBBQ í Kaupmannahöfn voru ríflega 40 fyrirtæki með í för og á SLUSH ráðstefnuna í Helsinki mætti sendinefnd 90 einstaklinga frá 60 íslenskum tæknifyrirtækjum. Þá var haldinn sérhæfður fjárfestaviðburður með CCP og samtökum tölvuleikjaframleiðenda á Íslandi, IGI með þátttöku 17 tölvuleikjafyrirtækja.  

Nordic Amplify er samstarfsverkefni Norðurlandanna sem miðar að því að tengja saman heilsutæknilausnir frá Norðurlöndunum við kaupendur í Bandaríkjunum. Verkefnið fór núna fram bæði rafrænt með "mentora"-fundum í byrjun árs og loks var hægt að halda staðarlotu í borginni Winston Salem. Við það tækifæri opnaði þátttökufyrirtækið frá Íslandi, Neckcare, skrifstofu á staðnum.  

Sérfræðingar óskast

Vísindaþorpið í Vatnsmýri

feature image

Reykjavik Science City

Markaðsverkefnið Reykjavik Science City er fyrsta alþjóðlega markaðsaðgerðin sem sérstaklega er tileinkuð áherslu Hugvits og tækni. Samstarfsaðilar eru Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Landsspítalinn, Vísindagarðar HÍ og Reykjavíkurborg. Samstarf við þessa lykil hagaðila hefur lyft verkefninu upp og skapað heildstæða mynd og sameiginleg markmið með góðri þátttöku allra. 

Lesa meira um verkefnið á árinu 2022

Ársskýrsla 2022 - hugvit og tækni

Meira frá ársskýrslu 2022

    Aftur í ársskýrslu