Ljósmynd

Green by Iceland

Green by Iceland

Styðjum við orðspor Íslands sem leiðandi lands á sviði sjálfbærni

Grænar lausnir frá Íslandi

Green by Iceland er markaðsverkefni sem miðar að því að auka vitund um þekkingu og reynslu Íslendinga af nýtingu endurnýjanlegrar orku til að styðja við frekari útflutning grænna lausna frá Íslandi og styðja við orðspor Íslands sem leiðandi lands á sviði sjálfbærni. Sérstök áhersla er lögð á að kynna það sem Ísland gerir vel í loftslagsmálum.

Langtímamarkmið verkefnisins er að byggja upp vörumerkið Green by Iceland, einkum á fyrirtækjamarkaði, og styðja við orðspor Íslands sem leiðandi land á sviði sjálfbærni með beinni markaðssetningu, almannatengslum, og með því að sækja sölusýningar og fagviðburði erlendis. 

Verkefni ársins 2022

Green by Iceland sótti 12 viðburði erlendis á árinu. Tilgangur ferðanna var að tengja saman íslensk fyrirtæki við mögulega viðskiptavini eða fjárfesta.

Green by Iceland skipulagði að auki tvær blaðamannaferðir árið 2022 og tóku alls tíu blaðamenn þátt frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi.

rich text image

Árangur

Samtals tóku 34 fyrirtæki þátt í erlendum viðburðum Green by Iceland á árinu. Meðal þeirra sem svöruðu þátttökukönnunum eftir viðburði lýstu 93% ánægju með þjónustuna, 86% ánægju með viðskiptatengslin sem sköpuðust og 89% töldu líkur á að taka aftur þátt. Fulltrúi verkefnisins sótti Climate Future ráðstefnuna í Washington DC og heppnaðist vel.

Fylgjendum LinkedIn Green by Iceland fjölgaði á árinu og eru nú 3.611 og náði efnið 442.400 snertingum. Almannatengsl gengu framar vonum og fimm ára markmið náðust á aðeins tveimur árum. Í heild birtust 4.400 umfjallanir sem er langt yfir markmiðum ársins, þar af voru 58 gæðaumfjallanir í stórum miðlum á landsvísu eða alþjóðavísu. Samanlagt heildarvirði umfjallana var metið á 3,4 milljarða ISK (AVE).  

Markaðsstarf Green by Iceland gengur vel og tekist hefur að skapa verðmæt viðskiptatengsl fyrir íslensk fyrirtæki. Í ljósi stríðs í Úkraínu og loftslagskrísu heimsins er aukinn áhugi á íslenskum grænum lausnum, t.d. þekkingu Íslendinga á nýtingu jarðvarma til húshitunar og nýsköpun á sviði kolefnisbindingar. Á þessu sviði fara saman heildarhagsmunir heimsins og sértækir hagsmunir Íslands.

Skoða vef Green by Iceland

Ársskýrsla 2022 - Green by Iceland

Meira frá ársskýrslu 2022

    Aftur í ársskýrslu