Loading…

Vitafoods sýningin í Genf fyrir næringar- og fæðubótaefni

1. mars 2020

Viðburðurinn er hugsaður sem vettvangur fyrir fagfólk til að finna dreifingar-, sölu- og samstarfsaðila. Vitafoods hefur nú verið haldin í 22 ár og þangað koma að jafnaði um 24 þúsund gestir frá ríflega 100 löndum. 

Íslandsstofa mun sjá um skipulagningu þjóðarbáss á sýningunni þar sem íslenskum framleiðendum og útflytjendum næringar- og fæðubótaefna gefst tækifæri til að kynna vörur sínar og þjónustu og koma á nýjum viðskiptasamböndum.  

Kostnaður og skráning: 

Kostnaður við þátttöku á fyrirtæki er að hámarki kr. 1.800.000 ISK en verðið ræðst af fjölda. 

Innifalið í verði er: 

  • Þátttaka og fundaraðstaða á bás 

  • Skráning í sýningarskrá 

  • Aðgöngupassi á sýninguna 

Áhugasamir um þátttöku á bás Íslandsstofu á Vitafoods 2020 eru beðnir um að fylla út  meðfylgjandi skráningarfomfyrir  1. mars. 

Nánari upplýsingar veitir Jarþrúður Ásmundsdóttir // 898-9788 // jarthrudur@islandsstofa.is  

Nánari upplýsingar um Vitafoods 2020 


Vitafoods sýningin í Genf fyrir næringar- og fæðubótaefni

Deila