Loading…

Virtual World Travel Market 2020

9. nóvember 2020

Virtual World Travel Market fer fram dagana 9.- 11. nóvember nk. Íslandsstofa mun taka þátt í sýningunni og býðst íslenskum fyrirtækjum í ferðaþjónustu að taka þátt á rafrænum 'þjóðarbási' Íslands. World Travel Market er haldin árlega og er á meðal stærstu ferðasýninga í heimi og er hún einungis ætluð fagfólki í ferðaþjónustu (B2B).

Kostnaður við þátttöku er 385.000 kr. á fyrirtæki. Innifalið í verði eru fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar, aðgangur að fundabókanakerfi þar sem hægt er að bóka 10 fundi á hvern starfsmann og sýningaskrá með lista yfir öll þáttökufyrirtæki og tengiliði. 

Áhugasamir um þátttöku í sýningunni eru beðnir að hafa samband fyrir 13. október nk. við Oddnýju Arnarsdóttir, oddny@islandsstofa.is, sími 6973937, sem veitir jafnframt allar nánari upplýsingar.


Virtual World Travel Market 2020

Deila