Loading…

Vinnustofur í þremur borgum Asíu

18. mars 2019

Dagana 18. - 22. mars 2019 stendur Íslandsstofa fyrir vinnustofum í þremur stórborgum í Asíu. Byrjað verður í Tókýó í Japan, þaðan haldið til Seoul í Suður-Kóreu og endað í borginni Taipei í Taívan. Á vinnustofunum gefst íslenskum fyrirtækjum í ferðaþjónustu gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum við innlenda ferðaþjónustuaðila.

Kostnaður verður að hámarki kr. 450.000 á fyrirtæki (en sennilega lægri). Fyrirkomulag ferðarinnar ræðst að einhverju leiti af fjölda þátttakenda og er því mikilvægt að fá fram áhuga á þátttöku sem fyrst. Áhugasamir eru beðnir um að fylla út meðfylgjandi skráningarform fyrir 24. desember nk.   

Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.


Vinnustofur í þremur borgum Asíu

Deila