Loading…

Vinnustofur í Suður-Evrópu í október - skráning

23. maí 2018

Íslandsstofa stendur fyrir vinnustofum í Suður-Evrópu fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu dagana 22.- 25. október nk. Á Spáni verða vinnustofurnar haldnar í borgunum Madrid og Barcelona en á Ítalíu í borgunum Mílanó og Róm.

Á vinnustofunum gefst fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskipta­samböndum við spænska og ítalska ferðaþjónustuaðila. Haldin verður stutt kynning um áfangastaðinn Ísland fyrir gesti vinnustofanna svo og kynning á spænska og ítalska ferðaþjónustumarkaðinum fyrir íslensku þátttakendurna.

Verð og skráning:

Verð pr. vinnustofu er að hámarki kr. 150.000 á fyrirtæki (1-2 starfsmenn). Athugið að ferðakostnaður er ekki innifalinn í verði. Þeir sem bóka sig á alla fjóra staðina hafa forgang.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur verði komnir til Madrid fyrir 22. október. Reiknað er með að hópurinn gisti og ferðist saman.

Áhugasamir eru hvattir til að fylla út meðfylgjandi skráningarform og senda á sigridur@islandsstofa.is fyrir 23. maí nk.

Þeim sem óska eftir frekari upplýsingum er bent á að hafa samband við Sigríði Ragnarsdóttur, sigridur@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.

Vinnustofur í Suður-Evrópu í október - skráning

Deila