Loading…

Vinnustofur í Kína og þátttaka í CIIE í Sjanghæ

9. nóvember 2020

Íslandsstofa stefnir að því að halda vinnustofur fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu í fjórum borgum Kína dagana 9. - 13. nóvember 2020, ef næg þátttaka fæst. Um er að ræða borgirnar Guangzhou, Xiamen, Qingdao og Pekíng.

Þetta er gott tækifæri fyrir aðila í ferðaþjónustu til að efla viðskiptatengsl sín á þessu svæði. Líkt og á vinnustofunum sem haldnar voru á þessum slóðum árið 2019 verða viðskiptafundir skipulagðir af almannatengslafyrirtækinu Brand Story. Gert er ráð fyrir að byrja í Guangzhou og fara síðan með lest yfir til Xiamen. Því næst verður flogið til Qingdao og að endingu farið með lest yfir til Pekíng. 

China International Import Expo

Jafnframt er hér kannaður áhugi á að Íslandsstofa skipuleggi þátttöku fyrir ferðaþjónustufyrirtæki  á China International Import Expo (CIIE) sem stendur yfir dagana 5. - 10. nóvember í Sjanghæ.  CIIE er stærsta vöru- og þjónustusýning Kína og fer hún nú fram í þriðja sinn. Sýningin er afar fjölbreytt og er einn hluti hennar ætlaður þjónustu og þ.m.t. ferðaþjónustu. Sjá nánari upplýsingar um sýninguna

Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Þór Jónsson á netfangið thorleifur@islandsstofa.is eða í s. 824 4384.


Vinnustofur í Kína og þátttaka í CIIE í Sjanghæ

Deila