Loading…

Vinnustofur í Kína

11. nóvember 2019 08:00

Íslandsstofa skipuleggur vinnustofur í Kína fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki dagana 11.- 15. nóvember nk. Heimsóttar verða borgirnar Xi´an, Wuhan, Changsha og Hangzhou í Mið-Kína. Beinar flugsamgöngur eru til Evrópu frá þessum borgum og eru íbúar á svæðinu fremur tekjuháir. 

Á vinnustofunum gefst fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskipta­samböndum við kínverska ferðaþjónustuaðila. Haldin verður stutt kynning um áfangastaðinn Ísland fyrir gesti vinnustofanna og kynning á kínverska ferðaþjónustumarkaðinum fyrir íslensku þátttakendurna. Gerður hefur verið samningur við reyndan skipuleggjanda í Kína um að bjóða gestum á fundina.

Þátttökukostnaður verður að hámarki kr. 400.000. 

Áhugasamir um þátttöku eru beðnir að fylla út meðfylgjandi skráningarform fyrir 14. júní nk.

Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is eða í s. 511 4000.


Vinnustofur í Kína

Deila