19. nóvember 2021

Vinnustofur í Bandaríkjunum og Kanada

Íslandsstofa stendur fyrir vinnustofum í Kanada og Bandaríkjunum fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu dagana 15.-18. febrúar 2022.

Íslandsstofa stendur fyrir vinnustofum í Kanada og Bandaríkjunum fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu dagana 15.-18. febrúar 2022. Heimsóttar verða borgirnar Toronto, Chicago, Washington DC og Boston.  

Á vinnustofunum gefst fyrirtækjum tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum við ferðaþjónustuaðila á staðnum. 

Verð og skráning: 

Verð fyrir þátttöku í vinnustofunum er að hámarki kr. 550.000 á fyrirtæki. Athugið að ferðakostnaður er ekki innifalinn í verði. 

Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig á meðfylgjandi skráningareyðublað. Skráningarfrestur er til og með 25. nóvember en þar sem heildarfjöldi þátttakenda er takmarkaður er unnið út frá reglunni um að þeir sem skrá sig fyrst ganga fyrir. 

Þeim sem óska eftir frekari upplýsingum er bent á að hafa samband við Oddnýju Arnarsdóttur, oddny@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.


/

Sjá allar fréttir
Frétta mynd

20. september 2022

Lauf Forks og Sidekick Health hljóta Nýsköpunarverðlaun Íslands
Frétta mynd

19. september 2022

Sendinefnd til Singapore - nýsköpun, háskólar og rannsóknir
Frétta mynd

19. september 2022

Nýsköpunarþing 2022 - Hugvitið út
Frétta mynd

16. september 2022

Verkefnastjóri fyrir innlent markaðsstarfs Grænvangs