Loading…

Vinnustofur í Brasilíu og Argentínu

2. desember 2019

Íslandsstofa stendur fyrir vinnustofum í Brasilíu og Argentínu, fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu dagana 2.- 6. desember 2019. Í Brasilíu verða vinnustofurnar haldnar í borgunum Rio de Janeiro og São Paulo en í Argentínu í borginni Buenos Aires.

Á vinnustofunum gefst fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskipta­samböndum við brasilíska og argentíska ferðaþjónustuaðila. Haldin verður kynning um áfangastaðinn Ísland fyrir gesti vinnustofanna og í ferðinni verða jafnframt kynningar á brasilíska og argentíska ferða­þjónustu­markaðinum fyrir íslensku fyrirtækin. 

Nánari upplýsingar veita Sigríður Ragnars­dóttir, sigridur@islandsstofa.is og Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is.Vinnustofur í Brasilíu og Argentínu

Deila