Dagsetning:

21. apríl 2023

Vinnustofur í Belgíu og Hollandi í október - skráning

Skráningarfrestur er til 12. apríl

Ljósmynd

Íslandsstofa, ásamt Visit Finland og Visit Estonia, stendur fyrir vinnustofum í Hollandi og Belgíu dagana 2. og 3. október 2023. Á vinnustofunum gefst fyrirtækjum tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum við ferðaþjónustuaðila á staðnum. 

Fyrirkomulag:  

  • 2. október - Antwerpen frá kl. 16:00 til 20:00 

  • 3. október - Utrecht frá kl. 16:00 til 20:00 

Fundir verða bókaðir fyrir fram í gegnum Converve fundarbókunarkerfið.

Verð:
Verð pr. vinnustofu er að hámarki 180.000 kr. á fyrirtæki og getur hvert fyrirtæki sent tvo starfsmenn.  

Innifalið í þátttökugjaldi er:

  • Fundarborð

  • Upplýsingar um belgíska og hollenska ferðaþjónustuaðila sem skrá sig til þátttöku í vinnustofunum

  • Veitingar á meðan vinnustofum stendur

Athugið að þátttakendur sjá sjálfir um að bóka flug og gistingu og að sá kostnaður er ekki innifalinn í verði vinnustofunnar.

Skráning:
Áhugasamir um þátttöku eru beðnir um að fylla út skráningarformið hér að neðan fyrir 12. apríl nk. Athugið að skráning er bindandi. Þar sem heildarfjöldi þátttakenda er takmarkaður er unnið út frá reglunni um að þeir sem skrá sig fyrst ganga fyrir. Þeir sem bóka sig á báða staðina hafa forgang.   

Nánari upplýsingar veitir Karen Möller Sívertsen, karen@islandsstofa.is

Vinnustofur í Belgíu og Hollandi

Íslandsstofa stendur fyrir vinnustofum í Hollandi og Belgíu dagana 2. og 3. október 2023

Sjá allar fréttir