Loading…

Vinnustofur í Bandaríkjunum

20. febrúar 2019

Íslandsstofa stendur fyrir vinnustofum í Bandaríkjunum fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu dagana 20. - 22. febrúar 2019. Heimsóttar verða borgirnar Dallas, Kansas City og Denver. 

Í vinnustofunum gefst fyrirtækjum tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum við ferðaþjónustuaðila á staðnum. Haldin verður stutt kynning um áfangastaðinn Ísland fyrir kaupendur og því næst boðið upp á vinnufundi milli íslensku fyrirtækjanna og gestanna. 

Nánari upplýsingar veita María Björk Gunnarsdóttir, maria@islandsstofa.is, og Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is.
Einnig má nálgast upplýsingar í síma 511 4000.


Vinnustofur í Bandaríkjunum

Deila