Loading…

Vinnustofur í Austur Evrópu - Skráning

22. febrúar 2020

Íslandsstofa stendur fyrir vinnustofum í Austur Evrópu dagana 5.-7. maí nk. Fyrsta vinnustofan verður haldin í Búdapest þann 5. maí, önnur fer fram 6. maí í Varsjá og sú þriðja verður haldin í Ríga, þann 7. maí. 

Á vinnustofunum gefst íslenskum fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum við ferðaþjónustuaðila í þessum löndum. Haldin verður stutt kynning um áfangastaðinn Ísland fyrir gesti og kynning á mörkuðunum fyrir íslensku fyrirtækin. 

Verð og skráning:

Verð pr. vinnustofu er að hámarki kr. 150.000 á fyrirtæki (1-2 starfsmenn). Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Þeir sem bóka sig á alla þrjá staðina hafa forgang. Reiknað er með að hópurinn gisti og ferðist saman. Athugið að ferðakostnaður er ekki innifalinn í verði.

Áhugasamir um þátttöku eru hvattir til að fylla út meðfylgjandi skráningarform fyrir 22. febrúar nk. 

Nánari upplýsingar veitir Oddný Arnarsdóttir, oddny@islandsstofa.is


Vinnustofur í Austur Evrópu - Skráning

Deila