Loading…

Vinnustofur á Spáni

26. október 2020

Íslandsstofa stefnir að því að halda vinnustofur fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu í borgunum Madrid, Barcelona og Bilbao á Spáni dagana 26.- 28. október 2020, ef næg þátttaka fæst.

Á vinnustofunum gefst fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskipta­samböndum við spænska ferðaþjónustuaðila. Haldin verður stutt kynning um áfangastaðinn Ísland fyrir gesti vinnustofanna svo og kynning á spænska ferðaþjónustumarkaðinum fyrir íslensku þátttakendurna. 

Gert er ráð fyrir að þátttakendur verði komnir til Madrid fyrir 26. október. Reiknað er með að hópurinn gisti og ferðist saman. 

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ragnarsdóttur á netfangið sigridur@islandsstofa.is eða í síma 897-7950.


Vinnustofur á Spáni

Deila