Loading…

Vinnustofur á Norðurlöndunum

19. nóvember 2019

Íslandsstofa stendur fyrir vinnustofum á Norðurlöndunum fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu dagana 19. - 21. nóvember nk. Fyrsta vinnustofan fer fram í Osló 19. nóvember, önnur verður haldin í Stokkhólmi þann 20. nóvember og þriðja og síðasta vinnustofan fer fram 21. nóvember í Kaupmannahöfn.

Á vinnustofunum gefst fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum við norræna ferðaþjónustuaðila. Haldin verður stutt kynning um áfangastaðinn Ísland fyrir gesti og kynning á hinum löndunum fyrir íslensku fyrirtækin.

Nánari upplýsingar veitir Oddný Arnarsdóttir, oddny@islandsstofa.is en einnig má nálgast upplýsingar í síma 511 4000.


Vinnustofur á Norðurlöndunum

Deila