Loading…

Vinnustofa í Rússlandi

16. maí 2019 08:00

Íslandsstofa stendur fyrir vinnustofu í Rússlandi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu þann 16. maí. Vinnustofan verður haldin í sendiherrabústað Íslands í Moskvu.

Á vinnustofunni gefst íslenskum fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum við innlenda ferðaþjónustuaðila. Haldin verður stutt kynning um áfangastaðinn Ísland fyrir gesti svo og kynning á rússneska markaðinum fyrir íslensku fyrirtækin.

Nánari upplýsingar veitir Oddný Arnarsdóttir, oddny@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.


Vinnustofa í Rússlandi

Deila