Loading…

Vinnustofa fimm landa í London 2020

4. febrúar 2020

Íslandsstofa stendur fyrir vinnustofu í London 4. febrúar 2020 í samstarfi við Visit Finland, Visit Estonia, Visit Faroe Islands og Visit Greenland. Vinnustofan verður haldin á Millennium Tara Copthorne hotel í Kensington í London. Á vinnustofunni gefst gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum við breska ferðaþjónustuaðila.

Kostnaður og skráning

Kostnaður við þátttökuna er að hámarki 150.000 krónur á fyrirtæki. Athugið að þátttakendur sjá sjálfir um að bóka flug og gistingu og að sá kostnaður er ekki innifalinn í verði vinnustofunnar.

Áhugasamir eru beðnir um að fylla út meðfylgjandi skráningarform. Skráningarfrestur er til og með 4. nóvember en þar sem heildarfjöldi þátttakenda er takmarkaður er unnið út frá reglunni um að þeir sem skrá sig fyrst ganga fyrir.

Þeim sem óska eftir frekari upplýsingum er bent á að hafa samband við Maríu Björk Gunnarsdóttur, maria@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.


Vinnustofa fimm landa í London 2020

Deila