Loading…

Viðtalstímar og kynningar viðskiptafulltrúa við sendiráð Íslands

17. október 2018 09:00

Ársfundur viðskiptafulltrúa við sendiráð Íslands erlendis verður haldinn dagana 16.- 18. október nk. Viðskiptafulltrúarnir koma til landsins á vegum Íslandsstofu og utanríkisráðuneytisins til að hitta fyrirtæki, efla samstarfið og setja stefnuna fyrir komandi ár.

Miðvikudaginn 17. október verða viðskiptafulltrúarnir með viðtöl á Grand Hótel Reykjavík á milli kl. 9:00 og 16:30. Viðskiptafulltrúarnir sem verða þar til viðtals eru staðsettir í eftirtöldum 13 löndum*; Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Finnlandi, Frakklandi, Færeyjum, Indlandi, Japan, Noregi, Kína, Rússlandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Allir búa þeir yfir reynslu og þekkingu á staðháttum, hafa mikilvægt tengslanet og góð sambönd í umdæmislöndum sendiráðanna.

BÓKA VIÐTAL

Á sama stað sama dag verður einnig boðið upp á opnar kynningar á völdum verkefnum viðskiptafulltrúannasjá dagskrá.

Frekari upplýsingar veitir Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, gunnhildur@islandsstofa.is

* Fjöldi landa hefur verið uppfærður þ.e. Færeyjum bætt við.

Viðtalstímar og kynningar viðskiptafulltrúa við sendiráð Íslands

Deila