Loading…

Viðskiptatækifæri á Indlandi

14. júní 2018 10:00

Íslandsstofa, í samstarfi við sendiráð Indlands á Íslandi og Íslensk-indverska viðskiptaráðið boða til kynningarfundar í tilefni af nýrri skýrslu, India Surging Ahead 2018, um efnahagsmál, atvinnulíf og viðskiptatækifæri á Indlandi.
Fundurinn fer fram kl. 10-12 hjá Íslandsstofu, Sundagörðum 2.

DAGSKRÁ

- Rajiv Kumar Nagpal, sendiherra Indlands á Íslandi, kynnir efni skýrslunnar og tækifæri sem bjóðast í viðskiptum, fjárfestingu og framleiðslu á Indlandi.
- Bala Kamallakharan, formaður Íslensk-indverska viðskiptaráðsins og stofnandi Start-up Iceland og Dattaca Labs Iceland, kynnir nýsköpun og viðskiptaþróun milli Indlands og Íslands.
- Andri Marteinsson, forstöðumaður hjá Íslandstofu kynnir Nordic Cities Solutions sem m.a. á að markaðssetja inn á valdar borgir á Indlandi.
- Vigdís Guðmundsdóttir, eigandi DísDís & Co Saumastúdíós, verslunar og veitingastaðar í Pondicherry, sem aðstoðar einnig verkefni tengd tískuiðnaðinum á Indlandi.

Fundarstjóri: Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og ÍIV.

Fundurinn fer fram í húsakynnum Íslandsstofu, Sundagörðum 2, 104 Reykjavík. Fundurinn verður á ensku og er öllum opinn en skráning er þó nauðsynleg.

SKRÁ MIG


Að kynningarfundinum loknum fer aðalfundur Íslensk-indverska viðskiptaráðsins fram á sama stað.

Nánari upplýsingar veita:
Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, gunnhildur@islandsstofa.is og
Stefán Bragi Guðnason, com.reykjavik@mea.gov.in   

Viðskiptatækifæri á Indlandi

Deila