Loading…

Vestnorden: Rafrænn viðburður 7. október - skráning

25. september 2020

Vestnorden ferðakaupstefnan verður haldin 7. október næstkomandi, en í ár fer kaupstefnan fram sem viðburður á vefnum þar sem lögð verður áhersla á tengslamyndun og B2B fundi.

Vestnorden hefur verið haldin síðan árið 1986 og hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur fyrir ferðaþjónustu landanna þriggja, Íslands, Grænlands og Færeyja. Margir kaupenda koma ár eftir ár og undanfarin ár hafa fjölmargir nýir kaupendur sótt sýninguna, samhliða vaxandi áhuga á löndunum þremur sem áfangastöðum.

Fyrirfram bókaðir fundir 

Á viðburðinum þann 7. október verður áhersla lögð á að nýta daginn vel og verða því einungis fyrirfram bókaðir fundir milli kaupenda og seljenda. Hægt er að skrá sig hér að neðan til og með 25. september nk.

SKRÁNING


Vestnorden: Rafrænn viðburður 7. október - skráning

Deila