Loading…

Vestnorden ferðakaupstefnan - rafræn í ár

7. október 2020

Vestnorden ferðakaupstefnunni sem fara átti fram dagana 6. - 8. október nk. á Reykjanesi, hefur verið frestað til ársins 2021. Stjórn NATA (North Atlantic Tourism Association) og Íslandsstofa ákváðu þetta í sameiningu. Í stað hennar verður boðið til kaupstefnu á vefnum þann 7. október nk. þar sem fyrirtæki geta viðhaldið þeim góðu samböndum sem hafa myndast í gegnum Vestnorden síðustu ár og áratugi.

Þetta er gert að vel athuguðu máli vegna Covid-19 og óvissu vegna fjölgunar smita víðsvegar um heiminn. Við slíkar aðstæður telja aðstandendur Vestnorden ógerlegt að halda viðburðinn á Íslandi þetta árið. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér. Haft verður samband við þau fyrirtæki sem þegar hafa skráð sig vegna endurgreiðslu þátttökugjalds. 

Nánari upplýsingar um kaupstefnuna á vefnum verða sendar út á næstunni, en einnig verður hægt að finna allar upplýsingar á vefsíðu Vestnorden.

Áætlað er að halda vestnorden á Íslandi á ný að ári, dagana 5. - 7. október 2021.


Vestnorden ferðakaupstefnan - rafræn í ár

Deila