Loading…

Verkefnastjóri skapandi greina og Iceland Naturally

20. maí 2019

Íslandsstofa leitar að kraftmiklum einstaklingi í starf verkefnastjóra skapandi greina og Iceland Naturally. 

Starfið heyrir undir svið Útflutnings. Hlutverk Útflutnings er að auka eftirspurn eftir íslenskum vörum og þjónustu hjá öllum útflutningsgreinum og greiða fyrir markaðssetningu og útflutningi, hvort sem er á vörum eða þjónustu og á sviði skapandi greina. 

Verkefnastjórinn er tengiliður við skapandi greinar. Hlutverk verkefnastjóra er að leiða vinnu Íslandsstofu á sviði skapandi greina við alþjóðlegt markaðs- og kynningarstarf. Verkefnastjóri er jafnframt ábyrgðaraðili og hluti af því teymi sem stýrir markaðsverkefninu Iceland Naturally, sem kynnir íslenskar vörur og Ísland fyrir neytendum í Norður Ameríku.

Við leitum að skapandi og drífandi starfsmanni sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni á alþjóðlegum vettvangi. Mikill kostur er að hafa reynslu af alþjóðlegri markaðssetningu og starfsreynslu og/eða menntun í skapandi greinum eða listum.

Helstu ábyrgðasvið og verkefni:

 • Ábyrgð á framkvæmd verkefnaáætlunar Íslandsstofu við markaðsverkefni tengd listum og skapandi greinum og lceland Naturally í samvinnu við forstöðumann og teymið.
 • Ábyrgð á áætlun og yfirsýn verkefnanna.
 • Tekur þátt í teymisvinnu um verkefnin.
 • Umsjón með markaðsefni er varðar listir og skapandi greinar og Iceland Naturally.
 • Tengiliður við fagráð lista og skapandi greina.
 • Vinna að samstarfsverkefnum við listir og skapandi greinar.
 • Upplýsingamiðlun innanlands og erlendis.
 • Yfirsýn og samskipti við auglýsingastofur og almannatengslafyrirtæki.
 • Undirbúningur stjórnarfunda vegna Iceland Naturally.
 • Skýrslugerð vegna verkefnanna.
 • Vinna við árangursmælingar verkefnanna.
 • Uppbygging samskipta við sendiráð og miðstöðvar lista og skapandi greina.
 • Skipulagning og aðstoð við fjölmiðlaferðir tengd ákv. viðburðum.


Menntunar- og hæfnikröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, menntun á sviði markaðsfræði og/eða skapandi greina er æskileg.
 • Umfangsmikil reynsla af markaðsmálum og almannatengslum.
 • Þekking og reynsla af markaðssetningu á erlendum mörkuðum.
 • Reynsla af verkefnisstjórnun og viðburðastjórnun.
 • Framúrskarandi ensku- og íslensku kunnátta skilyrði, önnur tungumálakunnátta kostur.
 • Menningarlæsi, frumkvæði, samskipta og samstarfshæfni, jákvæðni og hugmyndaauðgi.
 • Mjög góð tölvukunnátta.

SÆKJA UM STARFIÐ Á ALFREÐ

Verkefnastjóri skapandi greina og Iceland Naturally

Deila