Loading…

Umsóknarfrestur um styrki til Blue Growth verkefna í Portúgal

18. júní 2019 13:47

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð EES til "Blue Growth" verkefna í Portúgal. Um er að ræða tækifæri á styrkjum sem hugsaðir eru fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, til verkefna á sviði nýsköpunar og viðskiptaþróunar í bláa hagkerfinu í Portúgal. Markmið styrkjanna er að auka verðmætasköpun og stuðla að sjálfbærni.

Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2019. Nánari upplýsingar um styrkina í boði, fyrir hverja og fleira er að finna hér

Uppbyggingasjóði EES er ætlað að styrkja samstarf EES ríkjanna þriggja, Íslands, Liechtenstein og Noregs við 15 móttökuríki. Fyrr á árinu fór fram hjá Íslandsstofu kynning á tækifærum og styrkjum Uppbyggingarsjóðsins í bláa og græna hagkerfinu í þremur löndum - sjá dagskrá og upptöku frá fundinum. 

Frekari upplýsingar veitir Ingveldur Ásta Björnsdóttir (ingveldur@islandsstofa.is).

Umsóknarfrestur um styrki til Blue Growth verkefna í Portúgal

Deila