Loading…

Taktu þátt í Loftslagsmóti 2020

3. mars 2020 09:00

Grænvangur býður fyrirtækjum á stefnumót um nýsköpun og lausnir í rekstri varðandi loftslagsmál, þann 3. mars.

Loftslagsmót er vettvangur þar sem fyrirtæki og aðilar í nýsköpun á sviði loftslagsmála og grænna lausna fá tækifæri til að hittast á stuttum örfundum, kynna sínar lausnir og fræðast um það sem er í boði. Markmið Loftslagsmóts 2020 er að stuðla að aðgerðum í rekstri fyrirtækja í þágu loftslagsmála.

Markmið viðburðarins eru að:

- Hvetja fyrirtæki til að kynna sér þær grænu lausnir sem eru í boði.
- Bjóða fyrirtækjum upp á vettvang til að kynna sínar lausnir og þjónustu.
- Stuðla að jákvæðum aðgerðum í rekstri fyrirtækja í þágu loftslagsmála.

Allir sem skrá sig hafa þann kost að bóka fundi með öðrum þátttakendum á Loftslagsmótinu. Loftslagsmót 2020 leiðir saman fyrirtæki, frumkvöðla og aðra úr atvinnulífinu á stuttum örfundum til að ræða málin og kynnast grænum lausnum við hæfi.

Loftslagsmót 2020 er haldið þann 3. mars kl. 9-12 á Grand Hótel Reykjavík. Nauðsynlegt er að skrá sig til að taka þátt.

Nánari upplýsingar veita Birta Kristín Helgadóttir hjá Grænvangi (birta@green.is) og Hildur Sif Arnardóttir á Nýsköpunarmiðstöð (hildur@nmi.is).

Viðburðurinn er haldinn af Grænvangi og Nýsköpunarmiðstöð, í samstarfi við Festu og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

SKRÁ MIG Á LOFTSLAGSMÓT


Taktu þátt í Loftslagsmóti 2020

Deila