Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Starfsmaður óskast í innleiðingu og rekstur nýs þjónustuborðs

31. október 2020

Íslandsstofa leitar að öflugum aðila til að hafa umsjón með þjónustuborði atvinnulífsins sem er nýtt samstarfsverkefni Íslandsstofu og utanríkisþjónustunnar.

Starfið felur í sér að byggja upp þjónustuborðið í samvinnu við hagaðila þjónustunnar sem veitt verður. Þjónustuborð atvinnulífsins mun verða gátt að öllum þeim leiðum sem fyrirtæki hafa til að sækja styrki, þjónustu og leiðsögn hjá utanríkisþjónustunni, Stjórnarráðinu eða alþjóðlegum samstarfsverkefnum sem þeim tengjast.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Umsjón með þjónustuborði atvinnulífsins og vinna að uppbyggingu þess með hagaðilum

Menntunar- og hæfniskröfur:

- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla og/eða þekking á að starfsumhverfi alþjóðlegra fyrirtækja.
- Þekking á fjármögnunarumhverfi fyrirtækja er kostur.
- Þekking á störfum stjórnsýslunnar er kostur.
- Haldgóð reynsla af breytingastjórnun og uppbyggingu nýrrar þjónustu er kostur.
- Framúrskarandi ensku- og íslenskukunnátta skilyrði, kunnátta í norðurlandamáli er kostur.
- Færni í að setja fram og miðla upplýsingum og koma fram og halda kynningar á íslensku og ensku.
- Frumkvæði, metnaður, færni í að starfa í hóp og góð samskiptahæfni.
- Brennandi áhugi á íslensku viðskiptalífi og starfssviði Íslandsstofu.

Umsóknir:
Áhugasamir eru beðnir að sækja um fyrir 31. október á vefnum Alfreð.is


Markmið með Þjónustuborði atvinnulífsins eru:


Allt á sama stað:
Að veita aðgang að upplýsingum á einum stað um leiðir og fjármuni til að styðja við verkefni íslenskra fyrirtækja í þróunarlöndum, þ.m.t. heimsmarkmiðasjóð fyrir atvinnulífið.

Brú milli atvinnulífs og stjórnvalda: Að vera brú milli íslensks atvinnulífs og stjórnvalda um samvinnu í fjarlægum löndum.

Gátt að stjórnarráðinu: Að vera aðgengileg gátt til að veita tengingar við viðeigandi sérfræðinga utanríkisráðuneytisins og stjórnarráðsins.

Þekking á leiðum: Að þekkja hvaða sjóði íslensk fyrirtæki hafa aðgang að innalands og alþjóðlega og hvaða tækifæri geta falist í að sækja um í slíka sjóði

Samstarf við frjáls félagasamtök: Að vera samstarfsvettvangur við frjáls félagasamtök á Íslandi um verkefni sem örva atvinnulíf og bæta félagslegar aðstæður fólks í þróunarlöndum

Þekking á uppbyggingarsjóð EES: Að tengja íslensk fyrirtæki við tækifæri og fjármuni á vegum Uppbyggingarsjóðs EES.

Þekking á norrænum og alþjóðlegum fjármögnunarsjóði: Að búa yfir þekkingu á og að tengja íslensk fyrirtæki við stuðnings- og styrkjakerfi norrænna og alþjóðlega fjármögnunarsjóða.

Í baklandi þjónustuborðsins verða sérfræðingar utanríkisráðuneytisins um atvinnulíf og þróunarsamvinnu, viðskiptaþjónustu, uppbyggingarsjóðir í Evrópu, auk annarra samstarfssjóða milli stjórnvalda og atvinnulífs sem íslensk fyrirtæki hafa aðgang að. Jafnframt verða í baklandinu sérfræðingar annarra ráðuneyta og tengiliðir um fjölþjóðlegar fjármögnunarstofnanir.

Starfið heyrir undir svið viðskiptaþróunar hjá Íslandsstofu.


Starfsmaður óskast í innleiðingu og rekstur nýs þjónustuborðs

Deila