Loading…

Sjávarútvegssýningin í Brussel

7. maí 2019

Sjávarútvegssýningin í Brussel fer fram dagana 7. – 9. maí en hún er stærsta alþjóðlega sýning sinnar tegundar í heiminum.  

Á sýningunni sem er tvískipt, Seafood Expo Global og Seafood Processing Global, kynna fyrirtæki annars vegar afurðir og hins vegar þjónustu og nýjustu vélar og tæki í greininni.

Íslandsstofa skipuleggur þjóðarbása á báðum sýningunum, þar sem um 20 íslensk fyrirtæki munu taka þátt á 650m2 svæði. Á sýningunum gefst fyrirtækjum gott tækifæri á að kynna vörur sínar og þjónustu, hitta núverandi viðskiptavini og einnig koma á nýjum viðskiptasamböndum. Hana sækja allt að 30.00 gestir frá 152 löndum, sýnendur eru tæp tvö þúsund frá 78 löndum.

Nánari upplýsingar veitir Berglind Steindórsdóttir, berglind@islandsstofa.is

Sjávarútvegssýningin í Brussel

Deila