Loading…

Sjávarútvegssýningarnar í Boston

17. mars 2019

Sýningarnar Seafood Expo North America og Seafood Processing North America fara fram í Boston dagana 17. – 19. mars 2019 og skipuleggur Íslandsstofa þjóðarbása á báðum sýningum. Þetta eru stærstu sýningar sinnar tegundar í Norður Ameríku.

Á sýningunum gefst fyrirtækjum gott tækifæri á að kynna vörur sínar og þjónustu, hitta núverandi viðskiptavini og einnig koma á nýjum viðskiptasamböndum. Um 20.000 gestir frá um 100 löndum sækja sýninguna heim.

Nánari upplýsingar veitir Berglind Steindórsdóttir, berglind@islandsstofa.is 

Nánari upplýsingar á vefsíðu sýningarinnar

Sjávarútvegssýningarnar í Boston

Deila