Loading…

Sjávarútvegssýning í Kanada - áhugakönnun

28. janúar 2019

Sjávarútvegssýningin Canadian International Seafood Show verður haldin í Montreal í Kanada 25.- 26. september 2019. Ef áhugi er fyrir hendi mun Íslandsstofa skipuleggja þjóðarbás á sýningunni, í samstarfi við sendiráð Íslands í Kanada.

Þetta er í fyrsta sinn sem haldin er sjávarútvegssýning í Kanada og verður sýningunni skipt upp í annars vegar sjávarafurðir og hins vegar tækni og þjónustu við sjávarútveg. þar gefst framleiðendum og útflytjendum sjávarafurða gott tækifæri á að  koma á viðskiptasamböndum og auka sölu í Kanada.

Innifalið í þátttöku er eftirfarandi:

 - Aðstaða til fundahalds og fundabókanir
-  Skráning í sýningarskrá
-  Upplýsingar á sameiginlegum einblöðungi
-  Aðgöngupassi á sýninguna
-  Listi yfir mögulega kaupendur sem heimsækja básinn
-  Markpóstur með upplýsingum um þátttakendur er sendur fyrir og eftir sýningu til sjávarútvegsfyrirtækja í Bandaríkjunum og Kanada.

Áhugasamir um þátttöku á sameiginlegu sýningarsvæði Íslands á Canadian International Seafood Show eru beðnir um að hafa samband fyrir 28. janúar nk.

Nánari upplýsingar veita Berglind Steindórsdóttir hjá Íslandsstofu, berglind@islandsstofa.is og Hlynur Guðjónsson, viðskiptafulltrúi Íslands í Norður-Ameríku, hlynur@mfa.is

Nánar um sýninguna


Sjávarútvegssýning í Kanada - áhugakönnun

Deila