Loading…

Sjávarafurðasýningin Seafood Expo í Boston - skráning

28. janúar 2019

Íslandsstofa skipuleggur þjóðarbás á sýningunni í samvinnu við viðskiptafulltrúa Íslands í Norður-Ameríku. Framleiðendum og útflytjendum sjávarafurða gefst þar gott tækifæri til að  koma á viðskiptasamböndum og auka sölu í Bandaríkjunum og Kanada.

Kostnaður og skráning:

Þátttökukostnaður á fyrirtæki er kr. 400.000. Innifalið í verðinu er:

-    Fundaaðstaða og fundabókanir
-    Skráning í sýningarskrá
-    Upplýsingar um fyrirtækið á sameiginlegum einblöðungi
-    Aðgöngupassi á sýninguna
-    Listi yfir mögulega kaupendur sem heimsækja básinn
-    Markpóstur með upplýsingum um þátttakendur er sendur fyrir og eftir sýningu til sjávarútvegsfyrirtækja í Bandaríkjunum og Kanada.

Áhugasamir um þátttöku á sameiginlegum sýningarbás á Seafood Expo 2019 eru beðnir að fylla út meðfylgjandi skráningarform fyrir 28. janúar nk.

Nánari upplýsingar veita Berglind Steindórsdóttir, berglind@islandsstofa.is og Hlynur Guðjónsson, hlynur@mfa.is

Nánari upplýsingar á vefsíðu sýningarinnar


Sjávarafurðasýningin Seafood Expo í Boston - skráning

Deila