Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Rafæn ferðasýning í Þýskalandi

5. nóvember 2020

Digital Travel Market (DTM) er rafræn ferðasýning sem haldin verður í Þýskalandi 5. nóvember nk. 
Á sýningunni gefst íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum tækifæri til að kynna sig og sitt vöruframboð og mynda tengsl við aðra þátttakendur, sem eru m.a. ferðaheildsalar, ferðaskipuleggjendur, fulltrúar frá flugfélögum, fjölmiðlar o.fl. 

Viðburðurinn fer fram rafrænt þann 5. nóvember kl. 9.00 - 17.00 (á íslenskum tíma). 

Verð og skráning:

Kostnaður við þátttöku er 500€ á fyrirtæki.

Innifalið í þátttökugjaldi er:
-  Rafrænn bás þar sem færi gefst að hafa til sýnis kynningarefni á rafrænu formi
-  Fundabókanir 
-  Tækifæri til að halda vefkynningu (webinar) til að kynna fyrirtækið fyrir öðrum þátttakendum
-  Aukinn sýnileiki í gegnum kynningar á viðburðinum, á vegum almannatengslafyrirtækisins BZ.COMM í Þýskalandi. 

Áhugasamir eru beðnir um til að fylla út skráningarformið hér að neðan fyrir 19. október nk

Nánari upplýsingar veitir Jelena Ohm, jelena@islandsstofa.is eða í síma 895-9170.

SKRÁ MIG


Rafæn ferðasýning í Þýskalandi

Deila