Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA

15. apríl 2021

Samstarf Íslands, Grænlands og Færeyja á sviði ferðamála

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Umsóknafrestur rennur út 15. apríl.

Í samræmi við það sem samningur landanna kveður á um er hægt að sækja um styrki til tvennskonar verkefna:

- Þróunar- og markaðsverkefna í ferðaþjónustu
- Ferðastyrki, t.d. vegna skólahópa, íþróttahópa eða menningarverkefna

Vakin er athygli á að stjórn NATA leggur sérstaka áherslu á umsóknir þar sem áhersla er á endurræsingu ferðaþjónustunnar eftir Covid-19, sjálfbærni og stafræna væðingu í ferðaþjónustu.

Nánari upplýsingar á vef Ferðamálastofu


Opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA

Deila