Loading…

Norrænar vinnustofur í Frakklandi

5. febrúar 2020

Íslandsstofa, ásamt Visit Denmark, Visit Finland og Visit Sweden, stendur fyrir norrænum vinnustofum í tveimur borgum í Frakklandi dagana 5. og 6. febrúar 2020. Fyrri vinnustofan fer fram í Lyon þann 5. febrúar og sú seinni verður haldin í París 6. febrúar.

Á vinnustofunum gefst fyrirtækjum í ferðaþjónustu gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum við franska ferðaþjónustuaðila.

Verð og skráning: 

Lyon, 5. febrúar kl. 12-18: 900 € á fyrirtæki

París, 6. febrúar kl. 16-22: 1600 € á fyrirtæki

Einnig er hægt að deila borði með öðru fyrirtæki og lækkar þá kostnaðurinn (sjá nánar í skráningarformi hér að neðan).

Innifalið í þátttökugjaldi er:

- Móttökuborð
- Kynning fyrirtækis í bæklingi og á vefsíðu vinnustofu
- Markaðsupplýsingar um franska ferðaheildsala
- Matur á meðan viðburðum stendur

    Athugið að ferðakostnaður er ekki innifalinn í verði.

    Áhugasamir eru beðnir um að fylla út meðfylgjandi skráningarform fyrir 28. nóvember, en þar má einnig finna nánari upplýsingar. Vinsamlega athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

    Nánari upplýsingar veitir Margrét Helga Jóhannsdóttir, margret@islandsstofa.is


    Norrænar vinnustofur í Frakklandi

    Deila